Blanda - 01.01.1924, Síða 270
2Ó4
Sýslum.æf. II, 262). Orðin föðurleif'ð mun varla
koma fyrir í annari merkingu en þeirri, er það er
um jörð haft, að það tákni jörð, er faðir hefur búið
á, og að erfðum er gengin til barns eða barna.
Að Guðmundur hafi í Skriðu líúið styrkist einnig
við það, að svo er að sjá, sem ekkja hans og móðir
þeirra bræðra hafi verið þar, eða þar í grennd, er
hún dó, því sami vitnisburður getur þess, að Hrafn
hafi að sér tekið peninga þá, er iýra höfðu fallið
eptir hana, sem að líkindum hefur stafað af því, að
hún var hjá Hrafni.
Að Guðmundur hafi dáið fyrir 1402 ráðum vér
af því sama skjali, því þar greinir frá því, að Hrafn
hafi riðið til Reykhóla eptir pláguna (1402—1404).
Samdi hann þá við Ara bróður sinn um arf eptir
móðir þeirra, og Snjólf bróður þeirra. Má telja
víst, að þau mæðgin hafi bæði andazt í plágunni r
en Guðmundur hefur ekki andazt þá, heldur fyr,
þvi ella myndi vitnisburðurinn geta um samninga
þeirra bræðra um arf eða skipti eptir föður sinn.
Að Guðmundur hafi auðugur maður verið og'
mikilsháttar, virðist augljóst af því, hve miklir
valda- og auðmenn synir hans urðu. Það mun ekki
llafa verið títt á þeim tímum, að fátækir menn og'
lítillar ættar hafi hafizt til auðs og mannvirðinga,
áð undanteknum þeim, er voru í þjónustu kirkjunn-
ar. Þar gat lærdómur og aðrir klerklegir hæfileik-
ar brotið þeim braut að því takmarki. En hafi svo
verið, sem vér ætlum, að Guðmundur hafi verið
auðugur og mikilsháttar maður, þá er ærið líklegt,
að hans sé getið að einhverju í ritverkum samtíð-
ar sinnar (bréfum og annálum), þótt fáorð sé og
fátækleg.
Gátur ])ær, er oss er kúnnugt um, að leiddar hafi