Blanda - 01.01.1924, Page 271
265
verið aö því, hver Guðmundur hafi veriö, eru, auk
fleiri, þessar:
1. Hannes biskup, er fræðimaður var mikill í sögu
landsins, áleit, að Hrafn lögmaður hefði verið
bróður- eða systursonur Hrafns lögmanns Bót-
ólfssonar. Ef Hrafn hefði verið bróðurson
hans, þá hefði faðir hans, Guðmundur, verið
sonur Bótólfs hirðstjóra Andréssonar (Sýslu-
m.æf. II, 6).
2. Espólín getur til, að hann hafi verið Guðmund-
ur Arason ábóti að Helgafelli, sem dó 1390.
3. Jón hávfirdómari Pétursson telur vist, að hann
hafi verið Guðmundur Ormsson lögmanns
Snorrasonar. Hann dó 1388.
4. Jósafat Jónasson telur líklegt, að hann hafi ver-
ið Guðmundur Stígsson (frá Ljósavatni) Jóns-
sonar og Sólveigar Guðmundsdóttiir bónda frá
Felli í Kinn. Sýslum.æf. II, 262).
Um þessar ætlanir er þetta að segja:
1. A ð Guðmundur hafi verið sonur Bótólfs hirð-
stjóra verður að álítazt ólíklegt, því eigi er
kunnugt um, að þess Guðmundar sé nokkurs-
staðar getið i fornum heimildum.
2. A ð hann hafi verið Guðmundur ábóti, hefur
Jón Pétursson sýnt fram á, að væri án efa
skakkt, þvi áður en Guðmundur varð ábóti
virtist hann hafa verið munkur, og hafi þvi
enginn arfur fallið til eptir hann. En það var
sonum hans hið sama, sem hann hefði enginn
maktarmaður verið. (Sýslum.æf. II, 7).
3- A ð faðir Hrafns hafi verið Guðmundur Orms-
son er ómögulegt af þeirri ástæðu, að þá hefði
þeir Loptur ríki og Hrafn verið bræðrasynir;
en börn þeirra giptust saman, sem sjálfsagt