Blanda - 01.01.1924, Page 273
2Ó7
mundar Sigurössonar, og áriö eptir er getiö um
andlát hans. Þaö er tilgáta þeirra Jóns Sigurðsson-
ar (Safn til s. ísl. II, 71) og Dr. Jóns Þorkelsson-
ar (Árt.skr. 163), að Guömundur þessi sé sonur
Siguröar lögmanns.
25. marz 1375 samþykktu bræöur á Munkaþverá
aö selja Guðmundi hluta úr Skriðulandi í Yxnadal.
Ætlar Dr. Jón ennfremur, að hér sé átt við hinn
sama Guömund, og virðist það svo sennilegt, að
það megi teljast nokkurn veginn víst.
Af öllum þeim Guðmundum, sem hér voru tald-
ir að framan, þykir oss Guðmundur Sigurðsson
vera líkastur til að vera faðir Hrafns lögmanns.
Hann er ættaður og upprunninn úr Þingeyjar- og
Eyjafjarðarsýslum. Hann hefur verið auðugur og
maktarmaður, því Sigurður lögmaður faðir hans
hefur að líkindum styrkt hann til auðugs kvon-
fangs, eins og Ólaf son sinn, er hlaut hinn ríkasta
kvennkost á Norðurlandi. Að lcona hans og móðir
þeirra Hrafns og Ara hafi verið dóttir Bótólfs
Andréssonar, eins og Hannes biskup og Jón Péturs-
son hafa ætlað, er mjög sennilegt. Bótólfur var
skipaður hirðstjóri 1341 og var brúðkaup hans og
Steinunnar Hrafnsdóttur haldið árið eptir í Glaum-
bæ, „gjört með miklum metnaði, til boðit mönn-
um um alit ísland“. (Flat.ann.).
Telja má víst, að Guðmundur hafi haft völd (ver-
iö sýslumaður, sem seinna var kallað). Má ráða það
af því, að í skjali því, er fyr er nefnt um sölu
Skriðulands, er hann nefndur Guðmundu r
ó n d i, en það er nafnbót, sem álitið er, að varla
hafi hlotnazt valdalausum mönnum i skjölum á
þeim tímum. Það, að Flateyjarannáll getur utan-
farar hans jafnframt biskupsins og hirðstjórans,