Blanda - 01.01.1924, Page 279
Sagnir úr Strandasýslu.
Eptir Finn Jónsson frá Kjörseyri (f 1924).
Einar Jónsson á Kollafjarðarnesi.
Menn hafa lengi álitiS, aS Hornstrandir og'
Strandasýsla væri harðindamesti útkjálki landsins,
og þar væri hafísinn árlegur gestur, og með honum
kæmu hvítabirnir, sem dræpu bæði fólk og fénað,
en líka væri þar mikill hákarls- og fiskaíli, ásamt
hval- og trjáreka; þá nú sé minni hákarlsafli, hvala
og viðarreki en var, þá hafa þessar sagnir við góð
rök að styðjast. Áður en eg fluttist til Stranda-
sýslu 1864, heyrði eg suma halda því fram, að
menning hér í sýslu væri á mjög lágu stigi, fólk
t. d. drykki kaffi úr trébollum og allt eptir því,
en mér og mínu fólki virtist annað, þegar hingað
kom, því hér var einkar mennilegt og viðkynning-
argott fólk, og þó eg þekki minna til, þegar norð-
ar dregur á Strandirnar, hygg eg að þar sé vand-
að og viðfelldið fólk, eptir sögnum að dæma, og
vel bar Þorvaldur prófessor Thoroddsen Stranda-
niönnum söguna, fyrir góðvild og greiðvikni, þeg-
ar hann ferðaðist um Hornstrandir 1886 (Ferðab.
2, 102).
Þegar álitið á Strandamönnum, i fjarlægum hór-
uðum, fyrir 60—70 árum, var ekki rneira en áður
er sagt, þótti það merkilegt, að bóndi norðan af
Ströndum, Ásgeir Einarsson, varð nafntogaður
18