Blanda - 01.01.1924, Page 282
276
og göfuglynd. Þau Einar felldu hugi saman og
giptust. Byrjuöu búskap á Klúku. Þá var sög'ö öll
búslóð þeirra 6 ær, fyrir utan leigu-pening, og öðru.
meginn á hest, en hinumeginn var barnsrugga, með
barni i, að sagnir segja. Skepnur þeirra gerðu gott
gagn á Klúku, en þá skorti mjólkurílát. Þá vildi
svo til, að karl nokkur kom norðan af Ströndum, er
seldi búsgagn; hafði þá Einar lítið til að borga
með, en átti 2 skyrtur, aðra forna en hina nýja.
Varð hann þá að láta þá nýju fyrir mjólkurílát.
Þeim hjónum vegnaði vel á Klúku, en urðu að
hrökklast þaðan eptir 2 ár. Þá hét Einar þvi, að
ef hann yrði nokkurn tima sá maður að eignast
2 jarðir, þá skyldi hann gefa fátækum aðra, og
það efndi hann vel, sem síðar segir.
Þegar Einar flutti frá Klúku, er sagt, að hann
hafi fengið hálft Kollafjarðarnes til ábúðar, en flutti
þaðan áriö eptir að Heydalsá, og bjó þar harðinda-
árið 1783—84. Árið eptir fékk hann allt Kolla-
fjarðarnes og bjó þar til dauðadags 1845. Á Kolla-
fjarðarnesi græddi Einar stórfé, og er mælt, að
sjórinn hafi verið hans mesta auðsuppspretta. Á
fyrri árum hafði hann einhverntíma verið að hugsa
um að flytja frá Kollafjarðarnesi, en dreymdi þá
að maður kom til hans og mælti:
„Búirðu þessum brunni hjá
blessun drottins muntu fá.“
Þetta tók Einar fyrir bendingu, og hætti að hugsa
um bústaðaskipti.
Þegar Einar kom að Kollafjarðarnesi, urpu
nokkrar æðarkollur í hólma, sem er þar, en þau
hjón voru svo einkar lagin að hæna fuglinn að, og
hafði Ragnheiði verið þakkað það fullt eins mikið
og Einari, hve fuglinn varð spakur, að það var