Blanda - 01.01.1924, Síða 283
277
sagt, aö á vorin, þegar þau voru a'5 bera hey í
hreiðrin, aö kollurnar heföu orpiö í opin á heypok-
unum. í Einars tíö óx varpið svo gríöarlega, að
ioo pund æöardúns fengust árlega. Eitt sinn kom
mikill hnekkir í varpið, sem ekki var að kenna
slærnu árferði, en þaö var selur, er valdur var að
tjóninu. Hann synti í kafi og beit í fæturna á æð-
arfuglinum og reif hann svo i sig. Einar hélt, að
varpið mundi eyðileggjast af þessum stefnivarg,
sem hann kallaði sel þennan. Það var ekki hægt
að koma skoti á kobba, því aldrei kom í Ijós nema
blátrýnið. Loks gat Einar komið skoti í trýnið, og
þá tók lika fyrir fugladrápið.
Þau hjón, Einar og Ragnheiður, eignuðust ekki
nema einn son, er dó ungur, en ólu upp mörg böm,
er aðrir áttu. Sagt hefur það verið, að þau hjón
létu ekki afskiptalaust, ef þau fréttu, að barn væri
haft útundan, eins og opt átti sér stað fyr á tím-
um, einkum ef sveitarbörn áttu í hlut, samanber
orðtakið þegar rætt var um harðindi manna á milli:
„ÞaÖ eru ekki mikil haröindi, það sér ekki á sveit-
arómaga.“
Þau hjón fengu mikiö orð á sig fyrir rausn, eink-
um Ragnheiður. Að sögn voru þau bjargvættir
sveitar sinnar í aldamóta-harðindunum. Þá var líka
Einar geröur að dannebrogsmanni, 1815 eða 16.
Með gjafabréfi 1818 gaf Einar fátækum til styrkt-
ar í Kirkjubólshreppi jöröina Gróustaði i Geira-
dal, 24 hundruð að fornu mati. Jörðin var seld, og
stofnaður sjóður af andvirðinu, sem nefndur var
Gróustaða-Legat, en nú Einars Jónssonar styrktar-
sjóður. Hvað hann er nú orðinn að upphæð, er
•ner ekki kunnugt, en margur efnalítill hefur feng-
J‘Ö þar hjálp.
Ymsar sagnir eru um gjafmildi þeirra hjóna.