Blanda - 01.01.1924, Page 284
278
Einar sagfður örlyndur, en sáttfús; hreytti stund-
um ónotum til þeirra, sem leituöu hjálpar hans,
ef hann áleit fátækt þeirra stafa af ódugnaSi eSa
óreglu, en ætíð hafði hjálp hans verið rausnarleg.
Eitt sinn kom til Einars fátækur barnamaður í
byrjuh vetrar, dg bað hann að lána sér kú um
tíma, þvi hann hefði enga mjólk fyrir börnin. Þá
var ekki borin nema 1 kýr á Kollafjarðarnesi, og
það var mesti uppáhaldsgripur húsfreyju. Einar
fór til konu sinnar og tjáir henni vandræði manns-
ins. Taldi húsfreyja tormerki á aS ljá nýbæruna.
Hafði þá Einar átt að svara, að hægra væri fyrir
þau að komast af mjólkurlaus, og bar hún ekki
á móti því og mælti: ,,Hvaða gagn hefir maS-
urinn af þvi að fá kúna, ef hann verSur aS skila
henni aptur? Þú verSur að gefa honum hana.“ Og
það gerði Einar, aS sagan segir. En önnur sögn er
þaS, að Einar lánaSi manninum kúna, en þegar
maSurinn fór af stað meS kusu, stóS margt fólkiS
á Kollafjarðarnesi úti á hlaSi. KallaSi þá Ragn-
heiður húsfreyja á eptir manninum og mælti: „Eg
veit hvað hann Einar minn ætlar sér aS gera, hann
ætlar að gefa þér kúna.“ Þá er sagt, aö Einar
hafi bitið á vörina og látiS þaS gott heita.
Tómas bróðir Einars bjó í MiSdalsgröf viS litil
efni, og varS aö leita hjálpar til bróSur síns. Ein-
hverju sinni kom Tómas aS fala bjargræði af bróS-
ur sínurn, hafSi Einar tekið því þurlega, en sagði
samt Tómasi, aS hann mætti fara út í skemmu og
taka þar byrði sína af rikling. ÞaS lét Tómas bróS-
ur sinn ekki segja sér tvisvar, en tók sér væna
byrði, og hvíldi sig ekki fyrri en á Kirkjubóli.
Þar var byrðin vegin og reyndist 18 fjórðungar
(90 kg.).
Eitt harSinda-vorið fór Einar fiskaferS vestur