Blanda - 01.01.1924, Side 285
279
undir Snæfellsjökul, en þegar heim kom, skipti
hann skreiöinni ókeypis milli þurfenda, og varö
eptir lítinn tima aö fara aptur fiskaferö fyrir sig,
segir sagan.
Önnur rausnarsaga af Einari er þa'ð, að vor eitt,
er illa áraði og flestir voru komnir í heyþrot í
sveit hans, og urðu að reka fénað sinn suður í
veðursælli sveitir, þar sem hagi var, að hann tók
heirn til sín þær skepnur sveitunga hans, er ekki
voru færar að rekast í aðrar sveitir, en rak sem
þvi svaraði af sínum skepnum, hafði hey að eins
fyrir sig, en gat ekki hjálpað öðrum, nema á þennan
hátt, og það líka hafði dugað.
Valgerður systir Einars giptist og missti manninn
frá 3 ungum börnum. Tók þá Einar systur sína
heim til sín, með börnunum. Síðar giptist Valgerð-
ur aptur frá Kollafjarðarnesi; hélt þá Einar eptir
einu Ijsrni hennar og ól upp sem sitt barn.
Hjúum sínum hafði Einar verið góður, og sum,
•er gipcust frá honum, hafði hann leyst út með stór-
gjöfum.
Einar hafði verið fastheldinn við gamlar venjur,
lagði lítið í aukakostnað, gerði lítið að jarðabót-
um og lét hvern kofa standa meðan hann hékk
uppi, en gestrisni þar hafði verið nafntoguð. Ferða.
menn nöfðu sagt, að á flestum bæjum, þar sem
þeir hefðu beðið að gefa sér að drekka, hefði sér
verið l^orin sýrublanda, en á Kollafjarðarnesi bor-
inn til þeirra matur. Því hafði Einar gamli sagt,
eptir að Ásgeir sonur hans tók við búráðum, og
byrjaði á sínu framkvæmdastarfi, með því að byggja
stofuhús, sem ekkert var á Kollafjarðarnesi: „Það
verður sjálfsagt nóg til að seðja hungraða gesti,
uð láta þá sleikja þessar þiljur.“
Einar var á undan sínum tírna með það að manna