Blanda - 01.01.1924, Page 286
2So
syni sína, tók læröan mann til að kenna þeim, en
það var álitið óþarft að Ragnheiður systir þeirra
læröi að skrifa; hún kenndi sér það sjálf, með
því að skrifa á stoðirnar í fjósinu.
Ekki veit eg hvert ár Ragnheiður, fyrri kona
Einars, dó, eða nær hann giptist aptur, en seinni
konan hans hét Þórdís, dóttir Guðmundar Torfa-
sonar á Seljum i Helgafellssveit; hann hafði verið
hraustmenni, eins og þessi vísa bendir til:
Seigur er hann Selja-Gvendur,
sá hefir nógu hraustar hendur,
hann byrjaði við hann Bachmann slag.
\rar hann þá af víni kenndur,
vörnin sú í minni stendur,
sem aö skeði á sunnudag.
Systir Þórdísar var Guðrún, er átti Guðmund
Gunnarsson frá Tindum á Skarðsströnd, þeirra
dóttir var Ingibjörg móðir Torfa skólastjóra í
Ólafsdal. Önnur systir Þórdísar (Guðrún yngri)
átti Svein á Fellsenda i Dölum. Þeirra synir voru
Björn á Kaldrananesi við Bjarnarfjörð, faðir Arn-
dísar konu Guðmundar bónda á Grænanesi og Guð-
mundur faðir Jóns i Þorpum.
Báðar konur Einars á Kollafjarðarnesi voru taid-
ar með merkustu húsfreyjum, duglegar og hjálp-
samar. Þó er sumra sögn, að Þórdísi hafi þótt nóg
um hjálpsemi Einars, og átti að hafa sagt við
hann: „Ekki veit eg hvað þú hugsar, Einar minn,
að lána svona allt af. Þetta færöu aldrei aptur.“
Þá er sagt, að hann hafi svarað: „Heldur þú, Þór-
dís, mín, að drottinn sé ekki nógu ríkur til að borga
fyrir fátæklingana? Get eg ekki alt af farið i kaup-