Blanda - 01.01.1924, Page 287
staöinn og fengið þaö sem eg vil? En á hverju
á auminginn að lifa, sem ekkert hefir aö láta fyrir.“
Börn Einars og Þórclísar voru, sem eg hefi heyrt
nefnd: Ásgeir og Magnús (tvíburar), Jón, Guð-
mundur, Torfi og Ragnheiður. Öll höfðu þau verið
mannvænleg, en einna nafnkunnastir urðu þeir al-
þingismennirnir Ásgeir og Torfi, og voru þeir báð-
ir þjóðnýtir framfaramenn, en hér er ei rúm til
að segja sögu þeirra,1) þó merkileg sé.
Einar Jónsson dó 6. des. 1845. Að lokinni jarðar-
för hans að Tröllatungu 13. s. m. var erfisdrykkja
á Kollafjarðarnesi, og þá var stofnað, aö uppá-
stungu Halldórs prests Jónssonar, (er þá var að-
stoðarprestur séra Björns Hjálmarssonar) Lestrar-
félag Tröllatungu prestakalls, í minningu hins látna
merkismanns, og heföi ])að félag mátt heita Stranda-
sýslu framfarafélag, því samhliða lestrarfélaginu
var þaö bindindisfélag, jarðaljótafélag og verzlunar.
félag. Það má fullyrða það, að félagið hefir glætt
framfara- og félagsanda, ekki einungis í Trölla-
tungu prestakalli, heldur í meiri hluta Stranda-
sýslu og jafnvel víðar, því í félagið konm merkir
menn úr Dala- og Barðastrandarsýslum.
Sjálfsagt mun það satt vera, sem sagt hefur verið,
að Ásgeiri Einarssyni hafi mest verið að þakka
framkvæmdir félagsins, og svo Torfa bróður hans.
byrir framkvæmdir félagsmannahefurvaknað fram-
tara-áhugi héraðsbúa á mörgum sviðum. Einkum
hefir verið starfað mikið að jarðabótum, og má
einkunr telja þar brautryðjanda einna fyrstan Ás-
geir alþingismann Einarsson og Torfa alþingis-
mann bróður hans. Mun Ásgeir hafa verið sá fyrsti
1) Um Torfa á Kleifum er þáttur í Blöndu II, bls.
392—405.