Blanda - 01.01.1924, Page 289
283
mus1) Lynge, danskur maöur, sem fyrir verzlun-
inni stóð, þá saga þessi ger'ðist. Þótti honum ösin
mikil, og tók sér fyrir að leyfa ekki inngöngu í
krambúðina nema einum og einum í senn, og sló
búðinni í lás, meðan hann kláraði hvern, sem inn-
göngu fékk, og vann hann með þjónum sínum að
því svo tómlega, sem honum líkaði. Leiddi hér af
það, að afgreiðslan gekk mjög seint, og margir
máttu lengi bíða inntökuleyfisins, en þótti illt frá
að hverfa erindislaust. Veðurátt var köld og hörð.
Þoldu menn þvi illa að rjátla um stræti bæjarins,
og hafa hvergi skýli, og lá við voða, því margir
voru nær kali og sumir veiktust. Og er þannig
stóð, kemur séra Jón; mátti hann einnig bíða úti.
Var þá og hinn mesti kurr í lýðnum. Kærðu þeir
mál sitt fyrir presti, og hét hann að ráða nokkra
bót á, gekk að búðarglugganum og ræddi við kaup-
mann og beiddi hann léti búðina standa opna,
svo fólkið gæti staðið af sér gust i henni. Kaup-
maður neitaði tilmælum prests og þótti hann slíkt
engu varða. Og er prestur fékk ekki af honum
utan hroka og gaguryrði, sló í heitingar, og við
það skildu þeir. Litast prestur þá um úti fyrir, og
ákveður nokkra menn úr flokknum, þá sem hann
treysti læzt. Býður hann þeim að fylgja sér að
búðardyrunum, og ef svo ólíklega verði, að hann
komist inn um þær, skuli þeir djarflega gang-a
mn 0g gera hark rnikið af sér við inngönguna.
Mennirnir hétu því fúslega. Búðin var ramlega
iaest, með sterkri, plægðri hurð, úr þykkum borð-
1) Hann er vanalega nefndur Rasmus (f 1817). Son
ðans var Jóhannes Lárus Lynge í Bræðraparti á Akranesi
(t 1834) móðurfaðir séra Jóliannesar L. L. Jóhannssonar
' Reykjavík. (H. Þ.)