Blanda - 01.01.1924, Síða 291
S’veitavísur Látra-Bjargar.
[Látra-Björg var dóttir Einars stúdents Sæmundssonar
prests í Stærraárskógi (t 1738) Hrólfssonar, í beinan karl-
legg frá Hrólfi sterka. Þórunn Sæmundsdóttir, fööursystir
Bjargar, átti Eyvind Jónsson duggusmið (sbr. þátt um hann
í Blöndu 1925 (III., 2. h.). Björg var fædd i Stærraárskógi,
liklega síðast í nóvember 1716, (skírð 1. des.), var opt-
ast á flakki um Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur, og gipt-
ist aldrei, en hafðist lengst við á Látrum á Látraströnd,
austan Eyjafjarðar, sjálfrar sinnar, og var því optast nefnd
Látra-Björg. Hún andaðist í móðuharðindunum 26. sept.
1784, og var grafin á Upsum. Húu var vel skáldmælt, og
hefur sérstaklega ort margar lausavísur. Trúðu því sumir,
að hún væri ákvæðaskáld. Eitthvert hið fyllsta safn af vís-
um hennar er í Lbs. 1432 4to, með hendi Jónatans Þorláks-
sonar á Þórðarstöðum (f 1906) og safnað af honum. Lýsir
hann henni svo i formálanum: „Kvenna var hún ferlegust
asýndum, að sögn þeirra manna, er liana sáu, og eptir henni
'uuna, ella kynntust henni. Hún hataði skraut allt og sund-
urgerð, var hálslöng mjög og hávaxin, og sagt henni væri
afarhátt til knés; bjóst hún jafnan sauðsvartri hempu, er
tok á mitt læri með krappa skúfhúíu, þá mest hafði við,
en optast hettu, sauðmórauða, á höfði, og þótti vera forn
1 skapi. Heldur var ókvennlegt atferli hennar í mörgu
• • • • og að engu — hvorki afli né ásýndum — er sagt hún
væri lik frændum sínum .... gekk aldrei í vistir og fór
Hða um land, einkum er hún eltist, og þág af mörgum
beina góðan ....“ Eptir þessu handriti Jónatans eru tekn-
ar vísur þær, er hér fara á eptir. — H. Þ.]