Blanda - 01.01.1924, Page 295
Jón Steinsson Bergmann.
[Æfiágrip þetta hef eg samið upp úr æfisagnasafni mínu
og prenta þa'ð hér sem einskonar sýnishorn af því, hvernig
semja mætti æfisögur með svo ýtarlegri heimildaskrá, sem
unnt er, cn ekki dettur mér í hug, að þessi aðferð yrði
notuð almennt, því að það yrði alltof umfangsmikið, en
fullkomnast væri form þetta auðvitað, þar sem allt væri
til tint, sem um manninn væri kunnugt, ásamt missögnum,
i athugasemdum aptan við, eins og hér er gert, en liiðl rétta
tekið upp i sjálfan texta æfiágripsins. Hef eg einmitt valið
Jón Steinsson sem sýnishorn þessarar aðferðar, því að uin
hann er ekki svo mikið að segja, jafnungan mann, en mis-
sagnirnar þó furðanlega miklar á svo stuttum æfiferli.
H. Þ.].
J ó n S t e i n s s o n var fæddur í Hítarnesi
1696.1) Foreldrar: Steinn prestur Jónsson, síðar
biskup á Hólum, og kona hans Valgerður Jónsdótt-
'r prests á Staðarhrauni Guömundssonar.Hann flutt-
ist með foreldrum sínum frá Hítarnesi að Kverná
1 Eyrarsveit í fardögum 1700, en vorið eptir (1701)
Setbergi. Mun faðir hans hafa kennt honum að
niestu skólalærdóm, því að ekki sést, að hann hafi
gengið í skóla á Hólum, nema hafi það að eins
verið veturinn 1712—1713, en stúdentsvottorð mun
Horleifur skólameistari Flalldórsson hafa gefið
honum 1713,2) og 23. ágúst s. á. skipaði hann Jón
eyrara við skólann.3) Reyndar var Snorri Jónsson
þá heyrari, en þessu mun svo háttað, að Þorleifur
10