Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 296
290
skólameistari mun þá hafa veriS sjúkur oröinn, og"
séö fyrir, að hann mundi ekki geta gegnt embætti
sínu næsta vetur, en ætlazt þá til, að Snorri gegndi
])vi, en Jón Steinsson heyraraembættinu, og svo
varð, því aö Þorleifur skólameistari andaðist 15.
nóvember 1713. í septembermánuði það ár var Jón
í visitazíuferð með iföður sinum um nokkurn hluta
Eyjafjarðarsýslu.4) Síöla á þessum vetri, er Jón
var heyrari, eða á einmánuði 1714, átti hann barn
við þjónustustúlku roskinni þar á stólnum, Þórunni
Ólafsdóttur frá Skarðsá Erlendssonar, er kornin var
í móðurætt frá Birni á Skarðsá.5) Ekki mun Jón
hafa haft í hyggju að kvongast þessari barnsmóður
sinni, enda miseldri mikið með þeim, og að öðru
leyti ekki jafnræði. En þá er hann hafði misst rétt
til andlegs emltættis með barneign þessari, þótt
hann heföi vitanlega getað fengið uppreisn siðar,
þá hafa foreldrar hans afráðið að láta hann sigla
til frekara nánts, og mun Jón þá þegar hafa ákveð-
ið að leggja stund á læknisfræði, sent hann hefur
verið sérstaklega hneigður fyrir að eðlisfari. í
maímánuði 1714 var hann í fylgd föður sins í visi-
tazíuferð hans norður i Ólafsfjörð og um Fljót,
Sléttuhlíð 0g Höfðaströnd6), en um sumarið sigldi
hann meö Eyrarbakkaskipi, komst til Noregs, og
virðist hafa verið þar um veturinn 1714—1715, að
minnsta kosti mestan hluta hans, þar á meðal i
Kristjánssandi. Þar sneri hann á íslenzku (1715), að
því er kallað var, Æfisögu Polycarpusar7), hinni
mestu endemislokleysu i Skraparotsprédikunarstíl
eða þó enn afkáralegri, og mun Jón sjálfur hafa
samið þessa „æfisögu“, eins og sögu af Mem-
branaceo hertoga, sem honum er einnig eignuð.8)
Vorið 1715 hefur svo Jón komið til Hafnar, og var
skráður þar í stúdentatölu 23. maí. Var einkakenn-