Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 297
291
ari hans Georg Frederik Franck de Franckenau
(t j738)> háskólakennari í læknisíræöi, þýzkur aö
ætt, og var hann Jóni mjög velviljaöur9), og hjálp-
aöi honum viö nám hans í læknislistinni, er Jón
stundaöi allrækilega, aö minnsta kosti i fyrstu, en
hvorki tók hann nokkurt próf í þeirri grein, svo
að menn viti, eöa varð baccalaureus í heimspeki.
])ótt sumstaöar sé svo taliö.10) Meöan hann var i
Höfn, tók hann sér nafnið B e r g m a n n, eptir
Setbergi, þar sem hann hafði alizt upp. Lenti hann
í svalli og óreglu ytra, og sást lítt fyrir um útgjöld-
in, svo aö mælt var, aö skuldir hans þar hafi verið
1600 rd. Hvarf hann svo heim aptur til íslands
1718 og kom út um vorið á Akureyri. Fór hann þá
heinr til foreldra sinna.
Áður en Jón sigldi hafði hann viljað eiga Guð-
rúnu Aradóttur frá Sökku í Svarfaöardal Jónsson-
ar, er alizt haföi upp hjá föðursystur sinni Ragn-
heiði Jónsdóttur biskupsekkju í Gröf á Höfðaströnd.
Var Guörún allra kvenna fríðust sýnum, svo aö hún
var af sumum kölluö Guðrún „sól" ; hún var og'
hannyröastúlka mikil. Er mælt, að Jón hafi þá beö-
ið hennar en fengiö hryggbrot, eins og aðrir fleiri
efnilegir menn, er sörnu erindisleysu höfðu til henn-
ar farið. Þá er Jón kom út aptur, virðist Guðrún
hafa veriö á Hólum hjá Steini biskupi. Vildi Jón
þá enn fá Guðrúnar, og er svo að sjá, sem þá hafi
engin fyrirstaða veriö frá hennar hálfu, enda var
þá sá ljóður kominn á ráð hinnar fögru og stór-
bitu stúlku, aö hún gekk með barni annars manns,
°g 'fæddist þaö nokkru síðar á sama árinu, sem Jón
kom út. Vildi Jón endilega gangast viö því og fá
Guðrúnar, en foreldrar hans, einkunr móðir hans,
voru því algerlega mótfallin, mun hafa þótt þaö
hneyksli, með því aö kunnugt yröi, að Jón gæti
19*