Blanda - 01.01.1924, Side 303
297
,,Ef girnist þú heyra,
hvað græðslu þér veitir
hugsa þá eptir
að höldurn ei segir,
því af dýrurn muntu drengjum
þá dári haldinn
að vizku þína
vilt opinbera.“
Ekki hef eg annarsstaðar séð vitnað til þessa kvæðis.
19) Kvæði þetta er í Lbs. 1255 8vo, bls. 71—78 og nefnist:
„Andlegur afskeiðs- og heimanferðarsöngur minn frá þess-
um heimi“ og er sem kveðja í nafni hins látna til foreldra,
systkina og ástvina sinna. Frumritið á stóru blaði, allmjög
skemmdu, er í ísl. Bmf. 389 4to. Síðasti hlutinn á latínu.
20) Kvæðið er í J.S. 231 4to (Þingeyrabók), 265 8vo og'
122 8vo (Gíslaþætti). 21) Er i J.S. 254 4to, bls. 113
(Skuggabjargabók) 122 8vo, 496 8vo ; ísl.Bókm.fél. 633 8vo
og Thottssafni 4S9 8vo. Segja sumir, að það hafi verið ort
til stúlku þeirrar, er móðir Jóns hafi ætlað honum, en aðr-
ír, sem sennilegra er, að Jón hafi kveðiö þetta við eina
(stúlku) í Kaupmannahöfn (ísl.Bókm.fél. 633 8vo bl. 95).
' kvæðasyrpu allmikilli í Lbs. 936 4to með hendi séra Fr.
Eggerz er þess getið um Jón Steinsson (á bls. 98), að hann
hafi svikið stúlku erlendis, og skrifað henni ómannlegt bréf
héðan frá landi í ljóðum, sem hún bar á brjósti sér dag-
'ega sem tryggðapant í hans minningu. í bréfinu var þetta
rrieðal annars: „Vertu svo skíkkauleg, hæversk og hýr | sem
hvalur í grindum og staðyxna kýr.“ Auðvitað er ekki mik-
iÖ að leggja upp úr svoua löguðum sögnum, en rétt þykir
samt að geta þeirra. 22) Er í J.S. 122 8vo, 265 8vo og ÍBFél.
Ó39 8vo iog 633 8vo, bl. 95 og nefnist þar: „Harmagrátur
einnrar stúlku eptir titling, er hún missti, útlagt úr dönsku
af Jóni sál. Steinssyni, tónn: Rerum Certa Salus.“
23) Sbr. Vísnakver Páls Vídalíns, bls. 183. 24) J.Ól.Grv.
í latnesku orðabókinni sinni við orðið geltur, sbr. Vísna-
kver Páls Vídalíns, bls. 90, þar sem sagt er, að Jón Steins-
son hafi ort vísuna í blóra við Pál lögmann og lagað eptir