Blanda - 01.01.1924, Page 307
30i
„Dalsins grundir vegavíðar
vekja fjöriö reiöskjótans/'
Árniöurinn berst upp til okkar, seiðandi, Iokk-
andi, eins og mildur og mjúkur vöggusöngur. Þessi
kliöur fyllir allan dalinn, og hljómurinn er ekki
ávallt svona blíöur. í leysingum veröur áin há-
vaöasöm. Þróttugur straumgnýrinn líkist þá ofsa-
legum og æðitrylltum sigursöng óteljandi hersveita,
þvi
,,ótal raddir renna í eina, eina,
reginsterka, sigurdrjúga, hreina,'*
eins og skáldiö segir um Gullfoss. Víöidalsá velt-
ist þá yfir allt, semi fyrir verður, moldmórauð og
froðufellandi af ólátunum, og fjöllin bergmála há-
vaöann og viröast skennnta sér ágætlega.
Við getum ekki séö yfir framdalinn, enda
er leiðin löng, — I5J4 km. milli endimarka — og
röskir þó. — Breiðasti og fegursti hlutinn blasir
samt við, — 7—8 km. aö lengd, og nm einn km.
á breiddina, — í botninn.
Viö lítum á brekkurnar vestan við dalinn. Smáir
lækir trítla þar eptir giljum og skorningum, suln-
staðar læöast þeir kænlega, eins og kettir í veiði-
Í!ug; annarsstaðar hoppa þeir eins og ærslafullir
drengir, og allir stefna þeir að sama marki: til
arinnar að „syngja og leiðast í hafið“. Þarna skipt-
ast á bláleitar melbungur og dýgrænir giljahvannn-
ar. Sumir brekkubollarnir ilma af reyrgrasi. Ef til
ydl hafa brekkurnar beggja meginn við dalinn ver-
ið skógi vaxnar. Við vitum það ekki. En gæti þessi
°g þessi blágresisbrekkan talað, mundi hún geta
sagt margt skritið og fróðlegt frá fyrri öldum.
Gæti vel' verið, að orustugnýr og elskendahvísl