Blanda - 01.01.1924, Page 309
303
an, heitir Stakkfellsspor'öur nyrzt. Þar
hefur veriS byg-gt kot, endur fyrir löngu. Sést þar
vel fyrir túnstæöi dálitlu og merkjanlegum vallar-
garöi. Á túnstæöinu mótar fyrir húsarústum á
tveim eöa þrem stö'öum. Enginn veit nú nafn á
þessu koti, og fátt er þar til feguröar, kargaþýfi
alt i kring. Á R ö ö 1 i n u m, — noröurbrún Stakk-
fellsins, er ljósleitur líparítklettur, ekki stór. Grett-
isskyrta kallast hann, og stingur hvíti liturinn mjög
í stúf viö dökkleitt grjótiö i kring. Munnmælin
segja, aö Grettir Ásmundsson hafi breitt skyrtuna
sina til þerris þarna, á útlegöarflakki sinu.1) Mælt
er og, aö Stakkfell dragi nafn af þessum bletti —
Hkingunni viö skyrtu eöa stakk (sbr. fangastakk-
ur, gamalt orö), og getur það rétt verið. Vestan í ^
Stakkfellinu eru fáein smágil, hið stærsta heitir
1 11 a g i 1; er þaö klettótt og illt yfirferðar. Vestur
af Gyltuskaröi liggur djúpt klettagil, og nær þaö
niður í dalinn. Þaö heitir Helgastaöagil, og
dregur þaö nafn af Helgastöðum, sem stóðu neðst
viö giliö að norðan. Þetta er eitt frægasta örnefniö
á Viðidal, þvi aö þar mætast gangnamenn í haust-
og vorgöngum, Háhéiöartnenn aö sunnan og
Stakkfellsmenn aö noröan. Er svo fjársafniö rekiö
noröur Gyltuskarð, áleiöis til Staöarréttar. - Sunn-
an viö Helgastaðagil eru Hrossastallar —
háar þúfnahæðir — og hérna þekkjum viö okkur
betur, því héðan horfðum við yfir dalinn. Lítið
skriðugil fellur niöur Hrossastallana, röskan snerti-
spöl sunnar en Helgastaðagil, og nefnist G y 11 u-
g 11. Örnefni þetta, ásarnt Gyltuskaröi, líendir á,
i) Sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar II. B„ bls. 95.
Önnur „Grettisskyrta" er efst á Reykjanybbu á Reykja-
braut.