Blanda - 01.01.1924, Page 310
3°4
aö í fyrndinni hafi einhver (landnáms)maöur tap-
aö svíni og fundiö þaö á þessum slóöum, en þó get-
ur verið önnur orsök til nafnanna.
Sunnan viö skarðiö og austan viö Viöidal er H á-
heiðin (= Háaheiði1), skörðótt og ógreiöfær
fjallabunga, 813 metra há, þar sem hún er hæst,
vestan viö svonefndan V a t n a d a 1. Gegnum
þvera Háheiði, tæpum 5 kílóm. sunnan viö Helga-
staöagil, liggur Grenskarð, venjulega nefnt
Grænskarð, er það breiðara í vesturendann, sem
að Víðidal snýr. Skarðið er ekki grösugt eða
björgulegt, þótt það nú „heiti vel“ eins ogGrænland.
en þar var grasatekja góð, og áður legið þar opt við
grös. í skarði þessu fann Sigurbjörg Skúladóttir
frá Ögmundarstöðum, krókaspjót mikið og hirti.
Lá hún þar viö grös ásamt fleira fólki. Jón, faðir
Jóns hreppstjóra á Hafsteinsstöðum, sá spjótið og
lýsti því á þá leið, að fjöðrin heföi verið um spann-
arlöng að agnhöldunum, og var hvorugt þein'a
íallið af, því spjótið hefði verið digurt og jám-
mikið, þótt ryðgað væri. Seinast lenti það hjá
Bjarna hreppstjóra á Sauðá, Bjarnasyni á Sjávar-
borg, Jónssonar. Bjarni var smiður góður og smxð-
aði úr spjótinu, og með þeinx hætti glataðist það
algerlega.2)
Annað skarð er rúrnúm km. sunnar; kallast það
Myrkvaskarð, og ber það nafn með rentu,
því það er þröngt og sólarlítið klettagil.
Ekki skulum við treysta á landabréf dönsku
herforingjanna til að kynnast þessunx skörðuixx, því
1) Latmæliskennd úrfelling raddstafs, —■ sbr. Hábær i
Holtum = Háibær.
2) Sögn Jóns hreppstj. á HafsteinSstöðum. Um 50—60
ár eru siðan spjótið fannst og var eyðilagt.