Blanda - 01.01.1924, Side 312
306
önnur atvik eru nú gleymd um þa'S misferli, ef
verið hefur.
Þá erurn viö komnir aö Litla-Vatns-
skarSi, — þeim staönum viö Viöidal, sem flest-
ir þekkja. Þetta var Ævarsskarö hiö forna, — kennt
viö Ævar hinn gamla, dótturson Haralds konungs
gullskeggs, sem nam um Langadal ofanveröan og
Laxárdal. Vestast í skaröinu eru mjög fornar rúst-
ir, — ef til vill elztu bæjartóptir Ævars. Við furö-
um okkur ekki á því, þótt Ævari litist vel á sig‘
í skaröinu. Það er grösugt og viðfeldiö, víða eru
rennisléttar grundir, og dálítiö stööuvatn, austast
í því, eykur þaö fjölbreytni feguröar. 1 vatninu
er silungsveiöi og veriö getur, aö húskarlar Ævars
hafi fyrstir manna veitt í vatninu. — Þarna á
grundinni noröan við vatnið eru talsverðar húsa-
leifar, — þaö er Móbergssel, — því hér átti Mó-
berg í Langadal selstöðu frá landnámstíð, eða frá
dauöa Ævars gamla og frant á 18. öld. Þá hefur
þaö oröiö sjálfstætt býli, og síöastur bjó þar Hann-
es Kristjánsson, litlu fyrir síðustu aldamót. Á aö
gizka ioo metra í suöaustur frá húsarústunum, og
austan við tjarnarendann, i þéttu mosaþýfi, er
uppspretta, M ó b e r g s b r u n n u r i n n svonefndi.
og vakti hann undrun manna áður fyr, því aö í
honum var ótæmandi silungsveiði fram unn síð-
ustu aldamót. Brunnurinn er um i metra á dýpt, og'
um 4 m. aö þvertnáli. Tvö uppsprettuaugu eru
á botninum og upp um þau kom silungurinn, frem-
ur smávaxinn, purpurarauöur á kviðnum og feitur.
Stundum komu þau veiðihlaup, aö silungnum var
ausiö upp meö fötu. Hefur óvíöa veriö betri bless-
unarlind, og vafalaust bjargaö frá búsveltu Mó-
bergsselsbændum og nágrönnum þeirra fyr á öld-
um. Eg hef tvívegis átt þeirri ánægju aö fagna,