Blanda - 01.01.1924, Page 316
3io
hafa þó bygg'zt aptur, og fáum viö aö vita þaö
betur í grein þessari. Staflaust gengur og sú sögn,
aö hérna hafi veriö heil kirkjusókn, og kirkjan
hafi veriö á Helgastööum. Aptur veröa sögurnar
á reiki um bæjafjöldann í Helgastaöasókn. Flestir'
hafa heyrt, aö þeir heföu veriö 14. Aörir telja þá
18. Og sumar sagnir vilja segja býlin 30, en þaö
nær nú ekki nokkurri átt. Rétt mun þaö vera,
aö á Helgastööum hafi kirkja veriö. Þar hafa menn
til skamms tíma fundiö mannabein í melbakkanum
vestan viö túniö syöst. Sjónarvottar hafa sagt mér
af beinumún. En VíÖidalsá fellur þar aö bakkan-
um og brýtur árlega af honum, meir og minna.
Fjalabrot hafa og sézt þar, og þaö hefur mér sagt
Þorsteinn Þóröarson frá Mörk á Laxárdal, þaul-
kunnugur maöur og athugull, aö hann heföi opt
séð mannabein þar í melnum og viö ána, og fyrir
hérumbil 30—40 árum heföu fúin fjalabrot staði'S
út úr melbakkaum, einkum eptir leysingar. Þaö
heföi hann séð einu sinni, eða tvisvar. Sami maður
sagði mér og frá því, aö Erlendur1) sonur Guö-
rnundar bónda á Mörk, hefði eitt sinn verið á þess-
um slóðum, senn optar, í kindaleit. Þá fann hann
rýting vestan í bakkanum hjá Helgastöðum, og
Ijaö mann, sem með honum var, aö geyma rýting-
inn, unz heim kæmi. En manninum tókst illa
geymslan, því hann týndi honum litlu seinna. Og
því miöur er vonlítið um, að rýtingur sá finnist
aptur; hann hefur týnzt á eyrunum, þar sem áin
fellur um.
í annaö skipti fann Erlendur bronsehnapp á sömu
slóðum og rýtinginn. Sáu ýmsir hnappirin, og mun
1) Fór til Ameríku fyrir allmörgum árum.