Blanda - 01.01.1924, Page 317
Erlendur hafa haft hann meö sér til Ameriku, að því
er Danival Kristjánsson, fyrverandi bóndi á Vatns-
skarði telur, sem mér hefur sagt frá þessu. Má
vel vera, að fleiri hafi fundið eitthvað íémætt í
kirkjugarðinum á Helgastöðum, þótt ekki hafi ég
spurnir af. En fylgja má það með þessum sögnum,
að síðastliðið vor (24. maí 1924) fann eg þar sjálf-
ur beinbrot lítið, 5 eða 6 sentimetra djúpt í mel-
brúninni, efst á horninu vestanverðu, einmitt þar
sem kirkjugarðurinn á að hafa verið. Þetta var af
leggjarbeini, og auðsjáanlega afargamalt. Mætti
vafalaust finna eitthvað fleira til fróðleiksauka, ef
grafið væri rækilega í garðinum þeim.
Túnstæði er allstórt á Helgastöðum. Hefur það
legið út með brekkunni norður frá gilinu, en þýft
hefur þar verið, og ekki greiðíært til slægna.
Syðst á túninu, við gilið, er sléttur blettur, lítill.
Þar sjást leifar af hústópt. Hefur hún verið 13
metra löng (utanmál) og um 3)4 m. breið. Snýr
hún nokkurnveginn í landnorður og útsuður. Af-
hýsi hefur verið í norðurenda um 3 m. og 75 sm.
langt, með sömu breidd og tóptin, — sést vel fyrir
þverveggnum. Austan við tóptirnar er garðbrot
lágt og lítið uin sig. Hugsanlegt er það, að tóptin
sé leifar af kirkjunni, og hefði hún þá staðið
næst kirkjugarðinum að norðan, því vafalaust hef-
nr hann náð að gilinu og vestur á árbakkann. Yzt
og neðst vottar greinilega fyrir húsarústum á tveim
stöðum. Er önnur 10 X 9/4 m„ en hin n)4 X 7/4
m. á stærð. Nokkru sunnar er allskýr rúst um
5/4 X 3:/\ m. að stærð. Austan við túnið eru brekk-
urnar brattar og moldrunnar, og meðfram þeim
norður frá gilinu, en austan túnsins, liggtir vallar-
garðurinn, breiður og furðu hár ennþá. Mun hann