Blanda - 01.01.1924, Page 319
3i3
lækurinn clreifir leir og sandi yfir eyrarnar árlega.
Munnmæli herina, aö þarna hafi einn bærinn veriö
og heitiö Rauöagil, en rústir sjást þar engar,
nema óveruleg garöbrot, —- afaróljós. Hefur Guö-
mundur Gíslason, sem lengi bjó á Gvendarstööum
(nú til heimilis á Sauöárkróki) sagt mér frá þessu.
Þá höldum viö áfram í einum áfanga noröur
aö Þverá og upp meö ánni að noröan. Þar í gróöur-
sælum brekkubolla var Þverá, og sjást bæjar-
rústirnar allvel ennþá, — og á túninu, sem veriö
hefur lítið, eru peningshúsabrot, lág og lítilfjörleg
á tveim stöðum. Upp af túninu er brekka falleg
og grasgefin, og heitir ígulbrekka, því þar
vex ígull.1) Var heyjaö þarna frá Gvendarstöö-
um í búskapartíð Guömundar, sem fyr er nefndur.
Stutt bæjarleiö er aö Gvendarstööum, og‘
þar verðum viö aö litast betur um. Þar beygir dal-
urinn í landnoröur, og útsýni fram yfir dalinn er
ágætt þaöan. Allt bendir á, að Gvendarstaðir hafa
verið stór jörö. Tún hefur veriö þar vítt og mik-
iÖ, en rnjög þýft. Mun þaö verið hafa grasgefn-
asta túniö í Helgastaðasveit, enda notiö skjóls fyr-
ir norðankuldum, vel sunnan undir fellinu. Þar
er og afbragðs vorland, ]iví hlíðin liggur svo vel
við sól, stím bezt veröur ú kosið. Vegna þess, aö
ekki er mjög langt síöan aö jöröin lagföist í eyöi,
eru allar mannvirkjaleifar skýrar.
Tíl þess aö viö fáum gleggra yfirlit yfir bæjar-
liúsin (og til veröi greinileg grunnmynd af rúst-
unum, þótt þær eyðist smámsaman af tönn tím-
aiis), líta þær svona út í aöaldráttum:
!) = Finnungur (Nardus stricta). í „Flóru íslands'1
vantar þetta algenga heiti á Finnungi.