Blanda - 01.01.1924, Side 322
316
Skilarélt þeirra Víödælinga hefur að líkindum
verið vestan árinnar, í útsuður frá Helgastöðum.
Þar eru nú lyngmóar, — austan vegarins, — og'
er ]jar hringmynduð lægð, rennislétt í botninn og
sæmilega skýr veggjarleií umhverfis. Þvermálið er
um 14 X 10 metrar. Þúfurnar eru stórar í kring,
og þótt dilkar hefðu verið, eru leifar þeirra horfn-
ar, en þetta mannvirki sýnist hafa verið Alrnenn-
ingur réttarinnar, þvi tæplega getur það annaö
verið. Loks má telja lága en upphlaðna dys (eða
leiði) á uppgróinni skriðugrund, sunnan melanna, er
liggja sunnan við Þverá. Er dys þessi vestast á
grundinni, nálægt brekkunni, og er tæplega
mjög forn. Sætrð hennar er um 7 X ^/2 metra, og'
hleðslan er skýr. Engar sagnir eru nú til um dys-
])essa, og hef ég ])ó náð til kunnugustu manna,
sem á Víðidal hafa búið.
Eins og áður er sagt, er bæjafjöldinn nokkuö
mismunandi, eptir munnmælunum, sem heyrt hefur
til Helgastaðasóknar. En telja má mjög líklegt, að
ýms kot, sem nú eru í eyði, norður af Viðidal og'
víðar, hafi legið i sókninni, ef þau hafa verið byggð
fyrir árin 1300—1400. Með því að telja eyðikot
öll, sem hugsanlegt er að líkleg séu í þessu sam-
handi, verður niðurstaðan á þessa leið : Vtri og'
Syðri-Þúfnavellir, Helgastaðir, Rauðagil?, Þverá.
Gvendarstaðir, Hryggir, Kerlingarstaðir, Stöpull
(réttara: Stapahóll), Trölleyrar, Selhólar, Þórðar-
sel, Skálárhnjúkur, og kotið í Stakkfellssporði,
(Núpur?), sem áður er nefnt.1 — Býlin verða 14
1) Jón hreppstjóri á Hafsteinsstöðum hefur heyrt, að
þar hafi verið beitarhús frá ReynistaS. Getur það verið me'o
því móti, a'ð beitarhúsamaður hafi halciið þar til, því leiðin
þaðan að Reynistað er löng.