Blanda - 01.01.1924, Page 324
3i8
Af Landnámu veröur sannaö, að Ævarr hinn
gamli nam Laxárdal, auk upphluta Langadals, og
hefur þvi landnám hans náö austur aö Víöidalsá,
þvi ennþá eiga sumar Laxárdalsjaröir land aö ánni.
Næsta heimild, sem nefnir Víöidal berum oröum.
er Siguröaregistur eöa Máldagabók Hólastóis.
færö til ársins 1525. (DI. IX. B., bls. 321). Þar
eru eyöijarðir Reynistaðarklausturs taldar:
„Hryggir meö öllum Víðidal, Ruglu-
dalr, Hóll, Dæli, Núpur, Brúarland og Hvamms-
kot.“
Landnáma fræðir okkur uin það, að Sæmundur
hinn suöureyski hafi numið alla Sæmundarhlíö frá
Reykjaskarði að Gönguskarðsá. Og bærinn Hliðar-
endi bendir þegjandi á það, að Sæmundarhlíð hef-
ur náð þangað fyrrum. Innan þessa landnáms er
Reynistaður, og vegna þess, að Víðidalur laut undir
klaustrið fyr á öldurn, hefur landnám Sæmundar
náð yfir það, sem nú er kölluð Staðarafrétt, —
vestur að Víðidalsá. Ævarr hinn gantli hefur þvi
numið dalinn að vestan, en Sæmundur suðureyski
að austan. En hvort risið hafi þar byggð á land-
námstíð, veit enginn. — Árið 1446 gefur Gainli
ráðsmaður Björnsson reikning yfir Reynistaðar-
klaustur. Þar eru allar jarðir klaustursins taldar,
byggðar og óbyggðar, og þá eru allar jarðir á
Víðidal í eyði, nerna Hryggir. Þeir eru byggðir
með 5 kúgildum til þriggja ára. (DI. IV. B., bls.
7OI);
Þá virðist dalurinn hafa verið alllengi i eyði.
því í eignaskránni er ekki rninnzt á Viðidal, og'
eru þó eyðijarðirnar rækilega taldar, sem klaustr-
ið á, en rneðal þeirra er engin á Víðidal. Það er
með öðrum orðum: Víðidalur telst sent beitar-
land klaustursins sjálfs, og þess vegna er dalur-