Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 325
319
inn ekki nefndur sérstaklega. Þar er m. a. Núpur
talinn, — þá í eyöi, — og hefur hann veriö byggö-
ur áöur fyrir 20 álnir.
Úr Fornbréfasafninu fáum viö ekki meira um
dalinn, og er þaö fátt fémætt. Og nú veröur ekkert
til upplýsingar, unz Jón Espólín, sá víöþreifi fræði-
maður, minnist örlítið á dalinn. Segir hann, að
Björn Jónsson á Skarðsá, hafi sainið, árið 1654.
fróölegt rit um eyðijarðir Reynistaöarklausturs á
Víðidal. Björn dó 28. júní 1655, og getur ártalið
vel verið rétt hjá Espólín. Hefur þetta því verið
eitthvert seinasta ritið, sem Björn samdi. En hér
er sýnd veiði en ekki gefin, þvi ritgerð þessi er
því mður algerlega glötuö og með henni vafalaust
mikill fróðleikur. (Árb. V, 151).
Næst getum við staldrað við hjá Gísla Konráðs-
syni, og virt fyrir okkur þá mynd úr lífi eins dal-
búans, sem hann segir frá. Tek eg því frásögnina
upp í einu lagi: „Jón Steinsson (biskups Jónsson-
ar á Hólum) lagði mikla ást á konu þá, er Þór-
unn hét, Þórðardóttir, fátæks bónda og litilla
manna og Oddnýjar Jónsdóttur, prests Egilssonar
á Völlum í Svarfaðardal. Þau bjuggu á koti því
á Víðidal í Staðarfjöllum, er Þúfnavellir heita.1)
J) Þetta er rangt hjá Gísla, því að Þórunn sú, er Jón Steins-
son átti barn með, var dóttir Ólafs Erlendssonar á Skarðsá
°g Sesselju Grímólfsdóttur, dótturdóttur Björns Jónssonar
fræðimanns á Skarðsá, og er skýrt frá þessu í æfiágripi
Jóns Steinssonar hér að framan, en Gísli hefur villzt í því,.
að Þórður Sigfússon, er átti Oddnýju Jónsdóttur prests á
Völlum Egilssonar, bjó á Þúfnavöllum í Hörgárdal (en ekki
Staðardal), og hann áttii dóttur, er Þórarna hét, en ekki
Þórunn, svo a'ð þetta er allt málum blandað hjá Gísla, enda
haetti honum opt við að fara villt í sögnum sínum, svo að
rit hans verða að notast með mestu varkárni. H. Þ.