Blanda - 01.01.1924, Page 326
320
Haföi sá bær lengi í eyöi veriö, siöan í
Svartadauöa, að almæli eru, og enn er þaö
kot í eyði, sem íleiri á Víöidal, og sagt þaö yrði
litlu síðar en Þóröur bjó þar. Þórunn dóttir þieirra
Oddnýjar var fríð sýnum, var henni komið af Sig-
ríði móðursystur sinni og manni hennar, Jóni presti
Grímssyni á Hjaltabakka, til Hóla, að nema hann-
yrðir, en það segja sumir, að haldin væri hún þar
sem griðkona ein. Tókust brátt kunnleikar meö
þeim Jóni biskupssyni, og kvað hann utn haná
mansöngvísur, er týndar munu vera. Er þetta þar í:
Hún stóö
hýr í fögrmn ranni;
hugði’ ég að henni bezt;
svipgóö,
sú kann bæta manni
sorg og hugarins brest;
þýtt fljóð
þarflegt kunni flest.1)
Kom svo, að hann vildi fá hennar, og vakti það
mál við foreldra sína, en þvert nei var fyrir, helzt
af móður hans, Valgerði Ihskupsfrú (Jónsdóttur,
jirests á Staðarhrauni Guðmundssonar). Varð hún
æf og lét þegar flytja Þórunni nauðuga á brautu.
Var hún þá þunguð af Jóns völdum. En sagt er,
að biskup léti miklu hóglegar, og hyggði Jón í
fyrstu, að lagast mundi síðar. En sagt er hann
kvæði þá saknaðarkvæði til Þórunnar litlu síðar,
allviökvæmt; er þetta sagt niðurlag einnar vísu
í því:
Nú er ei hugurinn heima,
hef ég til hennar frétt.
Það er sagt, að Jón Steinsson gengi glaöur við
i) Þetta er eflaust ort til Guðrúnar Aradóttur — H. Þ.