Blanda - 01.01.1924, Síða 328
322
sá er varS úti meö Staöarbræðrum, — „var þá
mjög fyrir öllum ráðum meö RagnheiSi, konu
Halldórs," segir Gisli Konráösson, í þætti af StaS-
armönnum. Heimti Austmann vangoldna land-
skuld aS Jóni á Hryggjum, ella vildi hann byggja
honum út. Áttu þeir þref um þetta, eitt sinn á
ReynistaS, og segir Gísli, aS Jón svaraöi íáu, en
byði Austmann í królc. ÞaS vildi hann ekki, en
skoraöi á Jón til glítnu, en „fyrir þvi, aS Ragn-
heiSur, kona Haildórs, var viö, fórst þaS fyrir,
fyrir innilegan bænastaS hennar, því illt ætlaSi hún
af því myndi leiöa, aS þeir ættust viS."1 — Svo
bætir Gísli viö : ,,Ei varS heldur af því, aS Jóni
væri út byggt, en ærin óvild var síSan meS þeirn
nöfnúm.“ Og þegar Jón Austmann varS úti, segir
Gísli frá mergjaSri reimleikasögu, er |gerðis!t á
Hryggjum, og má um þaS lesa í Söguþáttum hans.
En þetta hef eg tilgreint svo nákvæmlega, af því
aS Jón hreppstjóri á Hafsteinsstööum hefur sagt
mér, aS hann hafi heyrt, aS í Stakkfellssporöinum
hafi veriö beitarhús frá ReynistaS og hafi Jón Aust-
mann gengiS á húsin einn vetur, og þá hafi þeim
Jóni á Hryggjum boriö í milli út af beit. Þessi
munnmæli þykja mér ekki sennileg, nema Aust-
mann hefSi haldiö þar til á húsunum eöa á Hryggj-
um, því tæplega er fært aS ganga daglega þangað
frá ReynistaS, vegna fjarlægöar. Eg hef áöur minnzt
á rústir þessar, og getið þess til, aS þetta væri
Núpur, — kotkríli, sem taliö er meS eySijörSum
klaustursins á fyrri hluta 15. aldar. Er vitanlega
ekki óhugsandi, aS þar hafi veriS sett beitarhús
1) Söguþættir G. Konr, bls. 12, Rvík 1913. Jón á Hryggj-
um hefur búið þar til 1812 a. m. k., eptir því sem segir í
SkagfirSingasögu Espólíns.