Blanda - 01.01.1924, Page 331
32S
Sigurður aö öllum kostum, og „var jarðarsölunni
lýst á vorþingi.“ Furðaði margan á'þessu, því Steinri
duldi þjófriaSinn. En Björg Pétursdóttir (frá Geir-
mundarstöðum Arngrímssonar) kona Steins, mælti
heldur margt þar um og „hrósaði ábata bónda síns“
Komst þetta þá í almæli og fyrir Lárus sýslumann
i Enni, og þingaði hann um þetta á Reynistað
um vorið. Komst þá allt upp. Jaröarsalan gekk tii
baka. Siguröur og bústýra hans fengu 54 vandar-
högg hvort um sig. En Steinn skyldi greiða hálfan
málskostnað móti Sigurði, auk 8 rbdala til snauðra
manna. „Og þótti ekki gott hans mál.“ (þ. e. Steins).
Lítil bending. Hér aö framan er þess getið, að
munnmælin segja, að Víðidalur hafi lagzt í eyöi
í Svartadauöa. Og Gísli Konráðsson telur það ,,al-
mæli". Ekki verður þó varizt þeirri hugsun, að
vandlega hafi öll skjöl kirkjunnar á Helgastöð-
um verið glötuð árið 1446, ef sveitin hefur eyðst
í Svartadauða. Kirknamáldagar hafa þó varðveizt
furðuvel, þótt gamlir séu. En vitanlega hefur
Helgastaðamáldagi getað glatazt með einhverjum
hætti, ef hann hefur verið til. En kynlegt er það,
að Viöidalsjaröir skuli ekki vera nefndar í klaust-
ursreikningi árið 144.6, — og eru þó eyöijaröir
Reynistaðarklausturs taldar þar vendilega. Er hæp-
’-Ö, að þeim hefði verið sleppt, ef þær hefðu ekki
verið i eyöi þá meira en rúm 40 ár. Getur einmitt
vel verið, að jarðirnar hafi smáeyðst, og sú síð-
asta eyöst í Svartadauða eöa fyr. — En frekar
verður ekki út i þetta fariö.
Kiðurlagsorð. Þá hefur þú, kæri lesari, fengiö
ofurlitla hugmynd um Víðidal í Staðarfjöllum. Og
þótt eyður gleymskunnar óprýöi myndina, er hún
efnislík og aörar myndir lífsins og landsins, sem
sveitabúarmr hafa lifað og byggt. Náttúrufegurö