Blanda - 01.01.1924, Page 333
Vítavísur
í brúðkaupi Jóna Vídalíns biskups í Skálholti
og Sigríðar yngri Jónsdóttur frá Leirá
17. sept. 1699.
Prentaðar liér eptir eiginhandarriti Benedikts Magnússon-
ar Bech sýslumanns í Hcgranesþingi (f 1719) í ijóðasafni
lians „Lystiháf" (bls. 18—25), sem er í eign minni, og þekkist
nú engin afskript af því safni. Vítavisur þessar, scm gætu
veri'Ö ortar af Benedikt Bcch, eru meðal hinna allra elztu,
sem kunnar eru, og eldri en allar þær, sem prentaðar eru
í „Islenzkum skemmtunum og vikivökum" eptir Ólaf Da-
víðsson, sem þekkti ekki handrit þetta. í „Lystiháf“ er ann-
ar vítavísnaflokkur, 3 árum eldri, ortur líklega af sama
höfundi, í brúðkaupi Magnúsar Björnssonar frá Espihóli og
Sigríðar eldri Jónsdóttur að Leirá 1696, og eru þær hinar
clztu í þessu ljóðasafni, og hinar elztu, sem eg þekki; verða
þær ef til vill prentaðar síðar í Blöndu. Ennfremur eru
fleiri yngri vítavísur í þessu safni, er aldrei hafa verið
Prentaðar. Ljóðmæli þessi, vítavísurnar, eru alleinkenni-
legur skáldskapur og merkur í sambandi við hina fornu
veizlusiði löngu liðinna tfma, optast græzkulaust gaman, og
alls ekki óhnittið víða. Sést þar, hverjir veizlugestirnir voru
1 karlmannahóp, icg hvernig mannvirðingastiganum þar
var háttað, því að farið mun hafa verið eptir því, hvernig
gestunum var skipað til sætis, og er -}>ví minna við haft,
sem lengra líður á vítin, og neðar dregur, til hinna met-
orðaminni og yngri manna. Ekki eru hér vítavísur nema
um 14 presta. í þessu brúðkaupi biskups, en Mælifellsannáll