Blanda - 01.01.1924, Side 362
356
Lýsing þessi á séra Pétri af svo nákunnugum manni og
vini hans, sem séra Jón var, er svo merk, aS mér þótti
réttast aS láta Blöndu flytja hana, meS því aS hún
er hvergi annarsstaSar til en á þessu lausa blaÖi. Fremlst
á blaöið hefur séra Jón ritað svolátandi formála fyrir þess-
um viSauka: „Jafnvel þó af framanskrifuðu æfiágripi
P(éturs) prófasts [þ. e. æfisögunni í Prestaæfum séra
Jóns] — svo stutt og stirt og ófullkomið skrifað er, —
megi mikið ráSa um hans náttúrugáfur og eiginlegleika,
og þó hann sjálfur í lifanda lifi hefði eina mestu and-
styggð á öllu hrósi um sig upp í eyrun, og margbeiddi
mig, ef fyrir mig kæmi sem prófast að standa yfir mold-
um sínum, að varast allt hrós um sig, sem hann kvað opt
hneykslanlegt, en ætíð hégómlegt vera1), finnst mér þó
hæfa betur, fyrst eg hef einu sinni lagt hönd hér á, að
lýsa honum nokkuS ger, svo sannlega sem eg get, og vil
eg heldur láta vanta til en orðum auka.“ [H. Þ.] En lýs-
ing séra Jóns er svolátandi:
Pétur prófastur var mikill og kempulegur á allan
vöxt, limaður vel og hraustur að afli, nokkuð lot-
inn á herðar, ljósleitur á hár framan af æfi, en
dökknaði með aldrinum, rauð- og þykkleitur í and-
liti, andlitsfallið nokkuð stórt og niðurdregið, ennið
mikið, nefið slétt og lítið hafið að framan, augun
fögur, áhuga- og stillileg, svipur og viðmót blíð-
legt. Öll var sköpun hans fyrirmannleg og án lýta.
1 fasi og framgöngu var hann stillilegur, málróm-
urinn skýr, gildur og þungur, málfærið stillilegt,
þýðingar- og áhrifamikið, söngrómur veikur en við-
felldinn, ræður hans gagnorðar og andrikar. í
ntargmenni og við ókunnuga var hann fálátur, dul-
ur og þögull, en þótti þó nógu gætinn að þvi, sent
i) Séra Halldór prófastur Jónsson í Glaumbæ, síðar á
Hofi í Vopnafirði, jarðsöng séra Pétur, og hélt ágæta
ræðu, sem prentuð er í Reykjavík 1879.