Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 363
357
fyrir hann bar, svo sumir sögiSu um hann: Eigi
er þögulmenniS allur þar sem hann er sé'ður. Viö
góSkunningja og vini, samt fró'Sleiks- og ráövendn-
ismenn, var hann í fámenni og einrúmi skrafhreyf-
inn og góðglaður, tók hann þessum jafnan meS
kostum og kynjum, bauð þeim og gistingu stund-
um nótt eptir nótt; leiddist honum aldrei að tala
um þarfleg og fróðleg efni, andleg eður veraldleg.
Voru guðvísinda-, náttúru- og búnaðargreinir flest-
ar honum gagnkunnugar. Á fornfræðum og góSum
skáldskap hafði hann og mætur, en vildi aldrei
leggja sig ni'ður viö skáldskaparmennt, og þótti
hún spilla tíð ofmikið; í fornfræðum mættu honum
enginn sýslumanna utan Espólín. Hégómatal og
endileysu gat hann ei liðiS. Opt var honum títt i
einrúmi með vinum sinum, ef hann vissi hjá þeim
einhverja skaölega náttúrugalla, að færa í tal kringi-
legar einar og aðrar dæmisögur, fom spakmæli eö-
ur orðskviði, sem horfði þeim til lagfæringar, en
svo kænlega fór hann að því, að þeir ekki hugs-
uðu hann meinti þaS til sín. Mjög var hann vand-
ur að vinum, og eptir því vinfastur; var tnargmælt
um, að hann vera mundi yfriö mannglöggur, en þvr
þverneitaði hann, en gerhugull var hann mjög og
nærgætinn um flesta hluti, og það (mjög) svo; og
þó fyrir hann væru lögS einhver vandaspursmál 5
þeim efnum, sem honum voru kunnug, velti hann
þeim fyrir sér á ýmsa vegu, þar til hann gat fund-
rð þaö réttasta, og þóttu úrlausnir hans að lyktum
hinar beztu, en jafnan var hann nokkuö úrskurðar-
seinn, þó í litlu væri, og sjaldan heyrSi nokkur
hann leggja þunga löstunardóma á annara orS eSur
verk manna þau, honum ei komu við, eða hylla und-
ir þá af öðrum, heldur bar þeim eitthvaS í bæti-
fláka, ef bera mátti, ella lagði þar ekkert til. For-