Blanda - 01.01.1924, Page 366
36o
þeirra: Þórarinn, er kallaöur var Galdra-Þórarinn,
og Jón prestur „greipaglennir“.
2. kap. Frá Þórami presti í GarÖi og drukknan hans.
Þórarinn, son Jóns Einarssonar i Hafrafellstungu
Nikulássonar, varö prestur í Garöi í Kelduhverfi
ÍÓ591). Hann var bróðir Þórarins prófasts að
Hrafnagili, og voru þeir bræörasynir hann og Ein-
ar prestur á Skinnastööum. Hann átti Þórdísi, dótt-
ur Bjarna Gíslasonar, er prestur var í Garði fyrir
hann. Þau áttu 5 börn, en 4 dóu ung, en til aldurs
kom dóttir þeirra ein, er Ingunn hét, ólst hún upp
hjá foreldrum sínum. Þá segir frá því, að Einar
prestur Nikulásson á sökótt viö mann einn inn í
dölurn. Maöur þessi átti erindi austur í öxarfjörö
og haföi Einar prestur frétt til ferða hans; bjóst
hann við honum austur yfir Jökulsá rnorgun einn
árla, því um kveldið haföi spurzt til feröa hans.
Vekur prestur þá upp draug og skipar honum að
drepa mann þann, er fyrstur yrði ferjaður yfir ána
þennan morgun, og fer draugur af staö þeirra er-
inda. Þórarinn prestur átti ferö austur yfir Jökulsá,
og fór aö heiman þenriari sama morgun, kom hann
snemm'a aö ánni við Ferjubakka, og haföi enginn
verið ferjaöur yfir um morguninn. Prestur sat á
ljyttugafli, er hann var ferjaður yfir, en er kom
á miöja ána, þá hrökk hann aptur af ferjunni og
hvarf þegar, og var enginn kostur aö bjarga, því
að áin er straumhörð mjög2). Var þetta kennt draug
séra Einars, en þetta var þó að óvilja hans, því að
eigi er annars getið, en að vel væri meö þeim frænd-
um. En því vildi svona til, aö draugurinn þekkti
1) Réttara: 1657.
2) Séra Þórarinn drukkna'Öi 1669.