Blanda - 01.01.1924, Page 367
3ói
hvorugan, og réSst á þann, er fyrstur fór yfir;
sem fyrir hann var lagt. En sá, er draugurinn var
ætlaöur, komst klakklaust yfir um, og er ekki get-
iö, að þeir séra Einar ættust fleira viö.
Ingunn Þórarinsdóttir fór eptir drukknun fööur
síns til frændfólks síns i Hafrafellstungu.
3, kap. Frá Þórarni Þórarinssyni.
Þórarinn1) hét maöur, hann bjó að Víkingavatni
í Kelduhveríi; hann var ríkur maöur og ágætur.
Son átti hann, er Þórarinn hét. Segja sumir það
væri annarhvor þeirra feðga, er Einar prestur ætl-
aði aö senda draug þann, er varö Þórami presti
aö bana. Þórarinn yngri var um tvítugsaldur, er
foreldrar hans önduðust; tók hann þá viö búsfor-
ráöum. Hann baö Ingunnar Þórarinsdóttur, en hún
neitaði því, og kvaöst eigi giptast mundi ótignuni
manni. Þá var Jón greipaglennir ókvæntur, og baö
hann Ingunnar, en hún tók því allfjarri og svar-
aði þvi, aö hún hefði eigi ætlaö sér aö eiga galdra-
hund frá Skinnastöðum; tók hún því svo þvert um
málið, að hún kenndi þeim feðgum um andlát fööur
síns. Reiddist Jón þessu og hét að senda henni send-
ingu. Leið svo fram um hríð, að eigi bar til tíðinda.
Þá var það eitt kveld, síðari hluta sumars, er Ing-
unn var að hátta í húsi, er var við baðstofuenda,
a'ð henni heyrist regn falla á skjáinn upp yfir sér;
tekur hún þá úr skjáinn, til þess aö vita, hvort regn
væri komiö, því aö þvottur var úti hálfþur. En er
J) Mun eiga aÖ vera Þórður, því að Þórarinn á Víkinga-
'atni, er kvæntist Ingunni, var Þórðarson, sbr. Mann-
talið 1703. Er Þórarinn þá talinn 45 ára, en Ingunn 34, og
*;r °kki t’ædd fyr en 1668. Þá er Ragnhildur dóttir
Pehra 3 ára (f. c. 1700).