Blanda - 01.01.1924, Page 368
3 62
hún hefur tekið skjáinn úr, þá flaug’ eitthvaS inn
um gluggann yfir hana, og fellur hún þegar í ómeg-
ínn ; lá hún meS hljóðúm alla nóttina, og vissi eigi
af sér fyr en um morguninn; tók hún þá heldur
aö hressast, en var þó vanheil mjög. Gerir hún þá
orð Þórarni að Víkingavatni, að hún muni þá fara
til hans, ef hann vilji; hann tekur því boði, og
flytur hana heim til sin, áttust þau síðan. Ingunni
h>atnaði heldur vanheilsan, en varö þó aldrei alheil
aptur. Þau áttu dóttur eina barna, er Ragnhildur
hét. Þórarinn var ríkur maður, sem faðir hans.
4. kap. Frá Jóni presti greipaglenni.
Einar Nikulásson var prestur á Skinnastöðum,
unz hann dó 1699, og hafði þá prestur verið um
45 ár. Jón sonur hans var aðstoðarprestur föður
síns hin siðari árin, og fékk síðan Skinnastaði eptir
hann; hann dó 1737. Synir hans voru þeir: Galdra
Ari 0g Einar, er prestur varð 1732, og var síðan á
Skinnastöðum allan sinn prestsskap1). Hann átti
Guðrúnu dóttur Bjarnar sýslumanns á Bustarfelli,
Péturssonar Bjarnasonar sýslumanns á Bustarfelli,
Oddssonar prests á Hofi í Vopnafirði Þorkelsson-
ar. Verður þeirra bræðra enn getið. Annar son
Einars prests galdrameistara var Galdra Þórarinn;
hann bjó að Valþjófsstöðum í Núpasveit, hafði
hann galdraorð á sér, og sagt var hann hefði „sagn-
aranda“, en aldrei beitti hann kunnáttu sinni til
annars en verjast árásum annara. Hann var og
smiður góður. Eptir hann voru vindskeiðar á kirkju
i Hafrafellstungn úthöggnar, en síðan voru þær
hafðar sem vindskeiðar yfir bæjardyrum þar, og
1) Hann dó 1784.