Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 372
366
og sag'Öi, aö þá mundi hvergi saka, en þaö var
hvorttveggja, aö Guðrún var sínk í meira lagi og’
tímdi ekki aö kaupa fylgd hans, og í annan staö
mun hún lítinn trúnað hafa lagt á orö hans. Fara
þau svo þaðan og koma í Skinnastaði. Þaðan fór
með þeim dóttir Einars prests Jónssonar, og syst-
urdóttir Guðrúnar; hún var á II. ári, og ætlaði
vestur í Rauðuskriðu með frændkonu sinni. Halda
þau nú þaðan, og gistu í Garði að Sigurðar prests
Benediktssonar. Um morguninn, þegar Þorsteinn
lítur til veðurs, segir hann: „Eigi er það fyrir
það, eg. hræðist dauðann, að eg segi, að banabyl-
ur minn er nú í hafinu". Riðu þau þá þaðan, Þor-
steinn og þær frændkonur, undan lestinni, undir
Fjöll og ætluðu að gista þar að Gríms um nóttina.
Var komið fram yfir miöjan dag, er þau konut
þar; tók Guðleif húsfreyja vel við þeim, en Grímur
bóndi var eigi heima, hafði hann farið út í Fjalla-
höfn um morguninn, hafði þar rekið andarnefju,
og var enginn karlmaður heima. En er þau höfðu
þar skamma stund tafið, sást til lestamanna þeirra,
og lögðu þeir þegar fram á Reykjaheiði. Og er
Guðrún heyrði, þeir væri hjá farnir, þá vildi hún
þegar fara eptir þeim. Þorsteinn vildi það eigt i
var þá búið að spretta söðlunum af hestum
þeirra, og setja þá í hús, en Guðrún vildi ekkt
annað heyra, en að þau færi; varð svo að vera
sem hún vildi, og líkaði Þorsteini þó allilla. Snjor
hafði fallið svo, að sumstaðar voru skaflar í kne.
Lopt var mjög þykkt og hríðarlegt, en ])ó kyrrt
og allgott veður um daginn. Leggur Þorsteinn þa
á hestana í skyndi, og snarar þeim frændkonum t
söðlana, kveður hann svo systur sína Guðleifu, og
halda þau nú af stað, og ná brátt lestinni, að menn
sáu til. Skömmu eptir, að þau eru farin frá Fjöllum