Blanda - 01.01.1924, Page 375
369
hann heim á hlaöiö, en þá kemur á móti honum
strákur, og hefur höfuöiö í hendi sér, sem Klaufi
foröum. Sækir hann nú aö Þórarni i ákafa, og
slær um sig höfðinu; kemst Þórarinn ekki þann
veg aö bænum, og leitar því aö komast þaö hinum-
meginn, og snýr á bak húsum. En er hann kemur
þeim meginn i hlaöiö, þá veöur á móti honum naut
Uiikiö og illilegt; er það alblóöugt aptur allt um
bóga. Þórarinn þrífur rekaviðarbút, er þar lá, og
verst með um hríö ; tekur hann þá loks aö mæð-
ast, og má varla verjast nautinu. Þá er hringt
kirkjuklukkunum skyndilega; hvarf nautið þá þeg-
ar, og varð sem gneistaflug mikið og eldingar og
þytur mikill. Stefndu eldingarnar í austurátt, og
hurfu síðan, og varö þá þytur mikill, sem þá er
þruma ríður um lopt. Gengur Þórarinn til bæjar-
dyra. Er þá Sigurður prestur þar kominn. Haföi
honum tekið að lengja eptir Þórarni og hélt hann
villzt hafa, og hringdi því klukkunni. Eigi varð
Þórarinn var reimleika eptir þetta, og er hann úr
sögunni. Sigurður prestur hætti prestskap áriö 1774,
og hafði þá prestur verið 42 ár, en þetta gerðist
á fyrstu árum hans. Hann dó 78 ára gamall áriö
1781. Jón sonur hans var siðan prestur í Garði,
og koma þeir ekki meir við þessa sögu.
9- kap. Deila þeirra Gríms og Páls við Galdra Ara.
Galdra Ari var bróðir Einars prests á Skinna-
stóðum, sem fyr er sagt. Hann var óvinur Grírns
4 hjöllum, en eigi er getið um, hver upptök voru
fjandskapar þeirra. En þar segir fyrst frá við-
skiptum þeirra, að þeir eru báðir staddir að Vík-
mgavatni, Ari og Grímur. Fer Ari þá að vekja upp
gamlar væringar og taka þeir mjög að skattyrðast.
24