Blanda - 01.01.1924, Page 377
Það var eitt sinn um vetur, aö Páll liugöi aö vitja
um lömb i fjárhúsi, en er hann kemur í húsið, þá
eru lömbin öll innst i annari krónni, hvort á ööru
ofan. Stóö mórauöur strákhnokki þar fyrir framan
og varöi lömbunum aö dreifast sundur. Páll skip-
ar honum harölega þegar aö snáfa á braut; þoröi
strákurinn eigi annaö en fara, og vissi Páll ekki,.
hvað um hann varö. Eigi sakaöi lömbin, er draug'-
ur var farinn, og varð hans minna vart eptir þetta..
ii. kap. Frá fjársköðum.
Þá er Ari varð jiess var, að sending hans haföi
eigi neitt mein unnið Páli, þá þótti honum illa tek-
izt hafa,og sagði, aö eigi skyldi við svo búið standa,
og kvaðst mundu annara bragöa í leita. Það var
þá einn dag um vetur, aö Páll haföi beita látið
sauðfé sínu. Var það allt á beit, utan lömb, þau
voru inni. Gerði þá veður mikið af norðri snögg-
lega, og hrið svo mikla, aö ekki sáust handaskil.
Hrakti þá féð allt fram til heiða, og varð eigi
við neitt ráðið; náðist engin skepna. Grasafólk fann
margt af fénu dautt, um sumarið eptir, fram á
Þeistareykjabungu og víðar. Þótti Ara nú betur
tekizt hafa, en kvaðst þó meira. mundu að gera.
Það var nokkrúm árum eptir þetta, að Páll missti
fé sitt allt. Það var um vetur á þorra. Var gott
veður um morguninn og svellgljá á jörðu. Fé allt
var út látið og rekið til beitar, lömb og fullorðið.
Gerði þá veður ákaflega mikið af suðvestri. Hrakti
féð þá út eptir vatninu, en var þó fyrst fyrir framan
Veggina, sem kallað er; réðst við ekkert, og hrakti
hverja skepnu út í sjó. 1 þessu sama veðri hrakti
fé allt frá Lóni í sjó út, nema á eina, er húskona
nokkur átti; hún fannst lifandi undir fari einu, er