Blanda - 01.01.1924, Page 380
374
skrám þessum, aS Ásh.m.samþ. hnýtir saman Ár-
nesinga eina — og alla, — þó þeir ávarpi jafn-
framt alþjóS og alþingi. En Árnesingaskrá safn-
ar frelsisgeislum alþjóðar í eitt brennigler, og hnýt-
ir sáman helztu krapta þjóSarinnar.
ÞaS er þvi engan veginn hégómamál, aö gera
ljóst, hvenær þjóöin var á þessu þroskastigi. Hafa
þeir og skili'ð þetta vel, P. Vídalíu lögm., M. Steph-
ensen yfirdómari, Jón Sigurösson forseti og Jón
Þorkelsson þjóöskjalavörður o. fl„ er eitthvað
hafa lagt til þeirra mála. En þeim hefur þó sýnzt
sitt hverjum. — Valda þar um óljós gögn á víð
og dreif í þá daga og ógrynnis-annir þessara ágætu
manna, aö eg dirfist að véfengja árfærslu þeirra.
Skrásetningarártölin, sem nefnd hafa veri'ð, eru
1300, 1304, 1306 og 1375. Skráin sjálf gerir ekki
aöra grein fyrir því, hvenær hún er gerð, en þessa,
— og þó ekki nema í sumum afritum: ,,Á sétta
ok fimtugasta ári var þetta samþykt, og samtal
allra beztu manna ok almúga á íslandi, gert i Skál-
holti“ 20. júlí. Þetta s é 11 a og f i m t u g a s t a
ár vildi dr. J. Þ. heimfæra til 56. ríkisstjórnarárs
Magnúsar konungs smeks. Og fær hann út ártalið
1375. En þetta fær ekki staðizt rannsókn.
Magnús Eiriksson varð að vísu talinn konung-
ur — að nafni til — þriggja ára gamall, árið 1319’
eptir móðurföður sinn, Hákon hálegg. Magnús
kon. drukknaði 1. des. 1374. Konungs - n a f n b ó t
gat því loðað við hann i 55 ár — og ekki er ómögu-
legt, að andlátsfregnin væri ókomin að Skálholti
eptir nærfellt 8 mánuði. En þó að árum þeim, er
konungur þessi sat í fangelsi tvívegis, sé bætt viö
ár konungstignar hans, var hann þó ekki lengut
konungur en 52 ár. Og það er að eins í Svíaríki, seni
hann verður talinn konungur svona lengi (I3J9-"