Blanda - 01.01.1924, Page 382
eptir áriö 1300. Og ári'8 1375 hefur vinsæll kon-
ungur, Hákon Magnússon yngri, setiö aö ríki i
20 ár. Sýnist þá ekki heldur bera neitt brýnt er-
indi til samtaka.
En þegar a'ögætt er áriö (12644-56=) 1320,
koma í ljós sérStakar ástæöur og tilefni. Þá er bú-
iö aö gera barniö aö konungi bæ'öi í Svíþjóö og-
Noregi. Og þá sendir ríkisráöið norska til íslands
Gunnar ráðsvein, lítt útbúinn skjallega, og þó til
þess aö skipa íslendingum aö falla frarn fyrir barn-
inu, sem kallaö var konungur. En íslendingar stóön
teinréttir í það sinn, og‘ svöruðu á alþingi mjög
viturlega (Fbrs. II. nr. 343 —• R.rétt 14).
Hefur þá aptur (eptir dvalann um 1300) veriö
komiö líf, þróttur og fjör í þiiigið, enda gaf þessi
stjórnarbreyting byr undir báöa vængi. Margir hafa
þá enn aliö í brjósti ríka sjálfstæðisþrá og frelsis-
hug. Fyrir'hvern mun hafa þeir viljað forðast nýj-
ar álögur 0g ókjör frá konungslausu drottnunar-
valdi. Var þá ekki nóg, að senda gott bréf út úr
landinu, með Gunnari ráðsveini. Þeir urðu líka aö
sameina sjálfa sig og vera sem flestir á verði, gegn
hverskonar ólögum, er opt komu upp, og aldrei var
hættara en nú, að aptur mögnuðust i landinu, þég-
ar yfirstjórnin var á ringulreið.
Alþingi mátti þá hvorki né gat haft langa setu.
Vegna þess vannst því ekki tími til skrafs og ráða-
gerða um svona margþætt og mikilsvert aukastarf.
Get eg því til, að Árni biskup (1304—20, — spak-
ur, vitur og vinsæll?) hafi boðið heim með sét
höfðingjum og lögréttumönnum úr öllum fjórðung-
um 'landsins. Heimboðið gat verið til tækifærisveizlu
eða Þorláksmessufagnaðar, en þó ekki síður til ur-
ræða og skjalfestu um sameiginleg áh'ugamál, Ma
ög vel vera, að sumir þeirra hafi verið kösnir bem-