Blanda - 01.01.1924, Page 385
379
séra Jón einmitt 9 börn, og' eru fjölmennar ættir
frá mörgum þeirra. Fyrri vísan er líklega ort um
1600, og alls ekki ósennilegt, aS séra Jón hafi haft
svo mikiö bú á Staöarhrauni þá, aö meötöldum
fóörapeningi hjá ö'örum. En séra Jón er þó ekki
nafnkunnastur fyrir stórbúskap sinn, heldur sakir
þess, hversu gamall hann varö. Séra Jón Halldórs-
son segir (í Prestaæfuni), aö hann hafi andazt á
Brúarfossi í Hraunhreppi 113 ára gamall, og lesiö
og skrifaö til síðasta árs síns; hafi hann verið
á lífi 1651, og það er rétt, en getur ekki dánarárs
hans, sem Hannes biskup Finnsson og aörir eptir
lionum hafa taliö 1653, og lætur þaö líklega nærri.
Þótt séra Jóni Halldórssyni heföi átt aö geta veriö
kunnugt um aldurshæð nafna síns, þá er það nú
-samt svo, að þessi 113 ára aldur getur ekki verið
réttur, og mun þar skeika hérumbil 10 árum, því
að eg hef fundið nokkurnveginn örugga heimild
fyrir því, að s é r a J ó n h e f u r e k k i o r ð i ö
eldri en 102—103 á r a, í hæsta lagi,
því að í vitnisburði frá 1635 (í Þjóðskjalasafni)
segist hann hafa „nokkra um áttrætt", og
getur þar varla veriö um fleiri en 5 ár að ræða,
en sennilega færri. Hann liefir ef til vill ekki vitað
glöggt um aldur sinn þá, og síðar hefur svo þetta
færzt enn frekar úr lagi. í Fitjaannál (við árið
'ó/O) er sagt, aö séra Jón hafi orðið „mjög aldrað-
ur, meir en tíutiu ára“ og ber þar að satna brunni,
a® hann hafi komizt eitthvað yfir tírætt, en ekki
til muna. En þótt aldur hans hafi i raun réttri
ekki orðið hærri en 100—103 ár, hefur hann samt
seirs áður orðið elztur allra islenzkra presta, sem
kunnugt er um siðan um siðaskiptin, því að engir
aðrir hafa náð 100 ára aldri. Að vísu telja sumar
ómerkar heimildir, þar á meðal Prestatal séra
Á