Blanda - 01.01.1924, Page 398
2. Blanda, III. bindis 2. hepti, 4,50.
3. Þjóðsögur Jóns Árnasonar, I. 1. h. Endurpreniun epiir~
frumútgáfunni. 3.0Ö. Etmfremur fá félagsmenn aukreitia
Skýrslu félagsins fyrir árið 1924. Skilvíair kaupendur fá þvf-
i ár bækur fyrir 11 kr. 50 a. gegn að eins 8 kr. árgjaldi.
Loksins hefur þá fólagið, þrátt fyrir örðugan fjárhag, efnt
loforð sitt og tekið að gefa út hinar vinsælu Þjóðsögur Jóns-
Árnasonar. Hagur félagsins leyfði ekki að hafa þetta 1. hepti
stærra, en „mjór er mikils visir“ og félagið vonast eptir að
gera betri skil næsta ár, sérstaklega ef landsmenn vildu
stuðla til þess, að útgáfan gæti gengið greitt, með þvi að
ganga hópum saman i félagið, því aÖ fyrst um sinn veröa
Þjóösógurnar alls ekki til lausasólu, svo aö menn geta ekki
eignazt þœr° nema meö því aö ganga % felagiö. Eins og pjá má
er útgáfunni hagað algerlega eptir frumútgáiunni i Leipzig
1862—1864, þannig, að brotið er nákvæmlega jafnstórt, svo
að blaðsiða svarar til blaðsiðu og lina til linu i gömlu út-
gáfunni, og auk þess er letrið, bæði meginmálsletur og smá-
letur, svo líkt, sem íramast var unnt að fá, svo að heita m&
að þessi nýja útgáfa só nákvæm eptirmynd af frumútgáfunni í
öllum greinum; að eius hefur réttritunin verið Iagfærð eptir nú-
tiðarkröfum og auðsæjar prentvillur auðvitað leiðróttar. M&
óhætt treysta því, að þessi nýja útgáfa SögUfélagsins af þess-
ari stórmerku bók verði mörgum kærkominn gestur, ekki sízt
fyrir það, að hún kemur fram i hinu vinsæla, gamla gerfi,
breytinga- og styttingalaust.
Forseti fólagsins er Hannes Þorsteinsson þjóöskjalavöröur,.
og eiga nýir félagar að gefa sig íram við hann eða af-
greiðslumanu íélagsins.
Gjaldkeri er Elemens Jónsson landritari.
Afgreiðslu bóka félagsins hefur Helgi Árnason safnahúss-
vöröur á hendi, og eiga félagsmenn að greiða tillög sin beint
til hans. Hjá honum geta menn pantaö allar bækur félagsins
og fengiö þær sendar gegn póstkröfu aö viöbœttu buröargjaldú