Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 19
14
GRIPLA
er þó eftir af þeirri dýrð. í botni grópsins hefur verið plata með helgi-
myndum, en hún er bak og burt, og verður nú ekki séð af sjálfum
hlutnum hverskyns verið hefur. Freistandi væri að telja að hún hafi
verið með Limogesverki eins og Grundarspjöldin, en því verður þó að
hafna, eins og fram kemur síðar. A skáhallar hliðar grópsins hafa trú-
lega verið negldir messingarrenningar, einnig ofan á umgerðina, enda
eru þar fjölmargir látúnstittir sem þeir hafa verið festir með. Nokkrir
stærri naglar eru í botni grópsins og með þeim hefur myndplatan verið
fest.
Segja má að horfinn sé fagur farfi af þessum helgigrip ef borinn er
saman við Grundarspjöldin, en af lýsingunni á að sjást að hann hefur
ekki verið síður mikilfenglegur en þau, bæði breiðari og þykkari og
myndplatan tiltakanlega stór í botni grópsins. Og svo er fyrir að þakka
að enn getur spjaldið státað af nokkru skarti sem ótalið er, en það er
látúnsgjörð eða beit, 2,8 cm breið (þ. e. þykkt spjaldsins), negld með
látúnstittum utan á brúnina allt umhverfis. A þessum látúnsrenningi er
mjög fallega grafin áletrun með myndarlegu gotnesku textura-letri,
stafir sléttir en þéttstrikaður grunnurinn undir. Renningurinn hefur ekki
enst til þess að áletrunin kæmist fyrir, ef rituð væri fullum stöfum, og
því hefur listamaðurinn orðið að skammstafa nokkuð eða draga saman
í seinni hlutanum og allra síðast að hafa línurnar tvær, þrjá og þrjá
stafi í hvorri, og þá að sjálfsögðu smærri. Kemst þannig allt til skila.
Þegar fyllt hefur verið upp (með skáletruðum stöfum) það sem saman
er dregið eða skammstafað hljóðar áletrunin þannig:
Gloria tibi / trinitas equalis una deitas et / ante omnia secula
et / nunc et in perpetuum . iste textw.v sancíi nic / holai episcopi
de odda
Á teikningu dr. Gunnlaugs Briem, sem fylgir þessari grein, sést
hvemig samdrætti orðanna er háttað, og má einkum vekja athygli á et-
merki (og-merki), per-bandi í perpetuum og háu s ogt sem renna saman
í einn líming í iste. Orðabil eru sýnd með litlum tigli með uppbroti á
hvössu hornunum, en skilin milli tveggja hluta áletmnarinnar með
myndarlegum ferhymingi. Gjörðin er kveikt saman milli p og p í perpe-
tuum.
Á íslensku gæti áletrunin hljóðað þannig: ‘Dýrð sé þér, þrenning
samjöfn, einn guðdómur, svo jyrir allar aldir sem nú og að eilífu. Þetta
er texti heilags Nikuláss biskups í Odda.’ Seinni hlutinn virðist þá full-