Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 164
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDAINSAKUR
159
Her siges at være en ski0n Urteplatz; men siden man skal til S0es
der hen eller og besværligen til fods, da maatte vi lade det forsæt
fare; tillige var nu den beste Urter tid over.
I prentuðu útgáfunni er ekki eins nákvæmlega og hér í dagbókinni sagt
frá ferðalögum þeirra Eggerts og Bjarna.
Ólafur Olavius kom í Ódáinsakur 27. eða 28. júlí 1777 og segir svo:
Der har staaet en Gaard [þ. e. í Hvanndölum] tilfom, som nu
ligger 0de: kort fra samme ligger en liden jævn og Græsrig mark,
som har faaet navn af Ódains-Ager, fordi man har troet at paa
samme skulde voxe de Urter, som D0den havde Afskýe for; men
hverken disse eller mange andre rare Urter vare der at finde.
Síðan em taldar upp ýmsar jurtir, sem Olavius sá þar.10 Hér er að því
leyti nánari vitneskja en hjá Bartholin, að Olavius nefnir jurtir, sem
eiga að valda þessum eiginleikum staðarins, enda kom hann þar sjálfur.
Eftir frásögn Olaviusar fara svo Jón Árnason og Kristian Kálund
síðar.11
I júlí sumarið 1890 kom Stefán Stefánsson síðar skólameistari á
Akureyri í Hvanndali. Hann segir:
í Hjeðinsfirðinum var mjer sagt, að Hvanndalabærinn hefði fyrr-
um staðið austan árinnar, þar sem nú er nefndur Ódáinsakur, enda
sjást þar rústir, en svo hefði bærinn verið færður vestur fyrir ána,
vegna þess að enginn gat skilið við austan árinnar, og varð því
að flytja menn, sem vora aðfram komnir og ekki áttu annað eptir
10 Hér eru notuð handrit ferðabókarinnar, sem eru fyllri en prentaða útgáfan:
Þjskjs. Rtk. (= Þjóðskjalasafn íslands, Rentukammer). 492. s. 112 og Ny kgl.
sml. 1092, fol. s. 112. Bæði handritin eru á þessum stað orðrétt samhljóða að
öðru leyti en því, að Rtk. 492 hefur mange skrifað milli lína, e. t. v. með annarri
hendi, en það orð vantar í hitt. Titill handritsins í Rtk. 492 er: Reise-Journal over
Nordlandet fra Huusevig til Steingrimsfiorden Aar 1777 ved Olaus Olavius. Sbr.
Olaus Olavius. Oeconomisk Reise igiennem de nordvesllige, nordlige, og nordost-
lige Kanter af Island. Kbh. 1780. 288; íslenska þýðingin. II. 9.
Rtk. 492 er númer í dönsku sendingunni frá 1928, en hefur nú (1980) merk-
inguna: Skjalasafn rentukammersins 19.1. (!)
II Jón Arnason. Islenzkar þjóðsögur og ævintýri. Ný útgáfa. II. Rv. 1954. 37.
Þar sem í skýringum og athugasemdum er vitnað í handritið Lbs. 533, 4to. s. 74,
er um uppkast þýðingar á frásögn Olaviusar að ræða. Jón hefur misskilið danska
textann og talið Odáinsakur vera í Sýrdal. Kristian Kálund. Bidrag til en historisk-
-topografisk Beskrivelse af Island. II. Kbh. 1879-82. 91.