Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 25
20
GRIPLA
ófullkomin, með eikarspjöldum, og á því eina forgyllt messingarverk
með myndum og innsettum steinum.16 Ekki þarf að fara í grafgötur um
að þarna er kominn textinn sem Skálholtsspjaldið er af, og er kærkom-
inn sá fróðleikur að messingarverkið hafi verið innsett með steinum.
í afhendingarskrá frá 1722, þegar Jón Árnason tekur við eftir lát meist-
ara Jóns, er svo að orði komist: spjald af messusöngsbók með myndum
og innsettum steinum, eitt, item minni, tvö.17 Þarna er orðin forvitnileg
breyting á, sem vikið verður að hér undir lokin, en einnig er hér áminn-
ing um að afhendingarskrár eru ekki fullkomnar, jafnvel ekki sú frá
1698, sem er þó mjög vel gerð. Þar vantar sýnilega minni textana tvo,
sem svo koma fram 1722. Ber þess þó að geta að þeir kunna að leynast
í skránni í ýmsu bókakyns undir öðru nafni. í afhendingarskrá 1764,
þegar Finnur Jónsson tekur við af Sigurði Sigurðssyni landþingsskrifara,
eru talin fram þrjú spjöld með innsettum steinum og myndum,18 og í
úttekt frá 1785, þegar átti að fara að selja stólsjarðirnar: tre smaae
Tavler, som f<f>r have vœret indlagte med nogle billeder og steene;
steenene ere borte, saa vel som fem smaae billeder,19 I prófastsvísitasí-
um frá 1799 og 1800, sem mega heita samhljóða, stendur: þrjár texta-
töflur, búnar með silfri og messing, víða gylltar; ein ditto með afföllnum
bílœtum.
Eftir síðustu bókuninni að dæma hafa verið til fjórar ‘textatöflur’
í Skálholti um aldamótin 1800. Meðal þeirra hefur spjaldið góða verið,
enda auðþekkjanlegt í afhendingarskránum frá 1698 og 1722. En í
fyrstu prófastsvísitasíu eftir aldamót, árið 1805, er enginn texti og engin
tafla til í Skálholtskirkju. Allt slíkt hefur horfið síðan árið 1800. Ekki
er það nein ráðgáta hverju um er að kenna.
Hinn 29. október 1802 lét Valgerður Jónsdóttir, ekkja Hannesar
biskups Finnssonar, með biskupsleyfi halda opinbert uppboð á ýmsum
gripum Skálholtskirkju sem menn töldu ónýta og óbrúkanlega kirkj-
unni. Var þar býsna nærri gengið, enda mæltist þetta uppboð misjafn-
16 Þjskjs. Bps. A. VII, 3.
17 Sama afhendingarbók.
18 Þjskjs. Bps. A. VII, 4. — Finnur Jónsson biskup fjallar nokkuð um texta í
kirkjusögu sinni, 2. bd. bls. 183, og greinir frá textum Skálholtskirkju á þessa leið:
‘(inragines) qvales tres ex argento fusæ in templo cathedrali Skalholtino asservan-
tur, qvarum una affabre facta cæteris longe præstat et haud contemnendi pretii
est; qvibus similes, aut ejusdem farinæ fuisse Textus a Laurentio confectos, non
improbabile videtur.’
19 Þjskjs. Bps. A. VII, 18, bls. 305.
J