Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 103
98
GRIPLA
sviptur þeim mikilvæga eiginleika að sjá hlutina eins og þeir eru, og
um leið er hugrekki hans skert: hann verður hræddur við myrkrið.
Sigur hans yfir myrkravöldum er að því leyti fullkominn að honum
auðnast að ráða niðurlögum Gláms, en á hinn bóginn verður myrkrið
sjálft óvinur Grettis og ógnvaldur til æviloka.
Glámi er lýst sem afturgöngumanni og óhreinum anda og var hann
gæddur meiri ófagnaðarkrafti en flestir aðrir afturgöngumenn, svo að
hann gat lagt bölvun á Gretti. Yfirleitt virðist sú skoðun vera ríkjandi,
að Glámur sé eingetið afkvæmi íslenzkrar hjátrúar, en þó mun uppruna
hans að rekja til útlendra lærdómsrita. Hér má tilfæra nokkur dæmi til
stuðnings og skýringar. I Marthe sögu og Marie Magdalene er vitnað í
tólftu aldar lærdómsmann: “Commestor segir að galdramenn reisa upp
dauða menn svo, að þeir binda undir armleggi þeim blöð þau er galdur-
legar figúrur eru á ritaðar; þeir ganga og tala og mega eigi snæða.”3 í
Díalógum Gregoríusar mikla segir af því hve vel ágengt Benedikt varð
um trúboð. “En hinn forni fjandi öfundaði það og gekk oft í berhögg
við hann og leitaði við að skelfa hann í hrœðilegum sjcmhverfingum og
ógurlegum röddum.”5 6 Víðar kemur fram sú hugmynd, að missýni sé
runnið frá djöflum eða óhreinum öndum. I Antóníus sögu er mætti
djöfla lýst á þessa lund: “Sumir af þeim hafa hið mesta afl allt illt að
gera (sbr. ófagnaðarkraft Gláms) .. . Þá leita þeir að skelfa með ýmiss-
um ógnum, stundum bregða þeir á sig kvenna mynd, dýra eða högg-
orma, stundum sýnast þeir með svo stórum líkömum, að höfuð ber
herbergjum hœrra (sbr. Glám, sem gnæfði ofarlega við rjáfrinu . . .
og lagði handleggina upp á þvertréð og gnapti inn yfir skálann), og
ótallegar ásjónur taka þeir á sig, svo sem stórar sveitir riddara hafa þeir
enn sýnzt. Því skulum vér þó með sterkri trú treystast, að allar þeirra
sjónhverfingar eyðast þegar í fyrstu fyrir marki hins helga kross og í
braut hverfa. Þá er þeir eru kenndir og sigraðir í sínum þessum svikum,
taka þeir fyrir að segja atburði óorðinna hluta.”7 Glámur spáir þó ekki
einungis um ókomna ævi Grettis, heldur leggur hann einnig bölvun á
hann; hér eins og víðar fara saman forspá og formæling. A öðrum stað
í Antoníus sögu er rætt um ógnir fjandans. “En ef vér blekkjumst og
sýnist oss eigi slíkt sem er, fyrir hverja sök veitir þú umsát eða áhlaup
5 Heilagra manna sögur I (1877) útg. C. R. Unger, 525.
6 Sama rit, 209.
7 Sama rit, 66-7. Ofagnaðarkraftur Gláms er sambærilegur við illskumegn
djöfla í Antóníus sögu (66. bls.)