Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 319
314
GRIPLA
‘De pásktabeller, som vi ha att förutsátta . . . lámnade alltid nágot
utrymme kvar för en kort anteckning om en eller annan mycket viktig
hándelse eller ett och annat riktigt stort jártecken. Sádana annoterade
pásktabeller . . . torde vál ha funnits dá nogra háll pá Island. Det ár
de, som givit formen át de annaler, som senare med utlándskt stoff och
med efter utlándska mönster utvidgat inneháll, senare kommo till stánd.’
Þessi uppruni og gerð annála er að sjálfsögðu ekkert séríslenskt fyrir-
bæri; samskonar árbækur þekkjast frá öðrum Evrópulöndum á mið-
öldum. í fám orðum lýsir Ellen Jprgensen þróuninni á þessa leið:45
‘De middelalderlige Aarbþger har deres Oprindelse fra Paasketav-
leme. Paasketavlerne var Kalenderværker, hvori Aarstallet, beregnet
efter Christi FOdsel, Indictionen, Epacten, Angivelsen af Paaskegrænsen
etc. var opfþrt i Kolonner Side om Side. Nu kunde det hænde, at man
ved et af Aarstallene indfprte en Notits om en mindeværdig Begivenhed;
det kunde hænde, at man fpjede en anden Notits ind ved et andet Aar
og snart flere Optegnelser, der fandt Plads i Margin, mellem Linierne,
midt imellem Indictionstal, Epacter og hele det kalendariske Apparat.
Siden anlagde man ligefrem Paasketavler saaledes, at der mellem
Kolonnerne levnedes bredt Rum til historiske Optegnelser, og tilsidst
traadte Aarstalsrækken med de tilknyttede Noter ud af Rammen, —
Aarbogen rev sig lþs fra Paasketavlen.’
Nú má spyrja: hvenær gerðist það þá hér á landi að annálar ‘slitu
sig frá páskatöflum’ og gerðust sjálfstæð bókmenntagrein? Þessu er
vandsvarað, enda skilin vafalaust ekki glögg milli páskatöflu með ár-
tölum og árbókar sem byggð var á páskatöflu. Auk eldgosa og sól-
myrkva sem Beckman bendir á mættu eftirfarandi atriði þykja benda
til þess að einhverskonar annálaritun hefði hafist nokkuð snemma hér
á landi, eða á fyrra hluta 12. aldar:
(1) Annálaritun hefur snemma hafist í Danmörku, og hin svonefnda
Colbazárbók eða Colbazannáll er að stofni frá 12. öld. Colbazannállinn
skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hluti er ‘verdenshistorisk’, þ. e. a. s. hann
greinir atburði suður í löndum allt frá sköpun heimsins fram til 1127.
Síðan koma dönsk ártöl frá 1127-1170. Um það leyti barst annállinn
til nýstofnaðs klausturs í Colbaz í Pommem, og þar var aukið við ýmsu
efni allt fram á 14. öld. Fram kemur sérstakur skyldleiki við svonefndan
Lundarannál, og má telja víst að Colbazannállinn hafi byrjast í Lundi.
45 Ellen J0rgensen, Historieforskning og Historieskrivning i Danmark indtil
Aar 1800, 3. útg. (Kbh. 1964), bls. 5.