Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 149
144
GRIPLA
Orðið himinRíki er ekki skrifað fullum stöfum, heldur er seinni hlut-
inn ritaður með r og i yfir 12, 13, sbr. 32.
Fremri spássía hefur skerst, og hafa hlutar af stöfum og jafnvel heilir
stafir fallið burt neðan til á blaðinu. Þetta er það helsta: uissa 22, fyrri
leggur u hefur fallið burt; re[in]sazst 26, i er alveg horfið, en lítið eitt
sést af aftari legg af n; li[f]dogum 35, / er nær alveg horfið. Helle Jensen
hefur góðfúslega athugað fyrir mig þessa staði í handritinu ásamt fleir-
um.
í orðunum beartarre 14 og linarri 29 er skrifað r með punkti yfir.
Það er leyst upp rr.
Rétt er að nefna, að vafi getur sums staðar leikið á um brodd yfir staf,
þ. e. hvort lesa skuli i eða í.
IV. SKYLDLEIKI HANDRITANNA
Ekki er auðvelt að greina skyldleika þessara handrita, því að sameigin-
legur texti er mjög stuttur eða aðeins rúmar 24 línur. Þess vegna eru
minni líkur til að komist verði að ótvíræðum niðurstöðum.
Athyglisvert er að finna í 657 myndina hugðe 8, þar sem 200 hefur
hugda 37. Sama er einnig að segja um lofsaung 12 og lojs0ng 41. I
þessum dæmum er yngra handritið með eldri orðmyndir en gamla
handritið. Þótt ekki séu þetta mikilvæg atriði benda þau fremur til, að
200 hafi ekki notað 657 sem beint forrit. í sömu átt bendir einnig a 7,
sem í 200 er af 36, sem er tvímælalaust betri lesháttur. Vissulega eru
einnig dæmi um að 200 hafi örugglega verri leshátt, má þar einkum
til nefna sagdi 42, þar sem suaraðe 13 er óbundið í 657.
Þetta bendir heldur til, að 200 sé ekki skrifað eftir 657, enda var það
handrit á Norðurlandi á þessum tíma eins og fyrr sagði. Samband
handritanna er að líkindum á þá leið, að 200 sé skrifað eftir handriti,
sem hefur um sumt verið upphaflegra en 657. Forrit beggja varðveittra
handrita hefur örugglega verið sameiginlegt eftir textanum að dæma,
þótt óvíst sé um milliliði milli þess og 200, en þeir gætu verið nokkrir.
Handritið 657 er af Kálund og öðrum talið til miðrar 14. aldar eða
seinni hluta aldarinnar, en forrit þess hefur þá verið nokkru eldra.
Ekki er hægt að fullyrða neitt um, hvenær þessi saga var þýdd en
freistandi er að telja þýðinguna talsvert eldri eða frá því fyrir eða um
1200 eins og þýðingar annarra rita sama höfundar, sjá hér á eftir.