Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 262
ÚR GRÆNLENDINGA RÍMUM
257
konur, og eru sum þeirra tröllkonuheiti, svo sem skessa og syrpa. (Útg. Finns
Jónssonar, 1924, bls. 107.) í þessari merkingu virðist orðið snegða haft í Bellero-
fontis rímum, IV.60, fremur en það merki þar öxi, eins og talið er í skýringum
við útgáfuna. (Rit Rímnafélagsins II, bls. 120 og 167.) Ef litið er á orðið sem
tröllkonuheiti væri snegðu bylur kenning um hugann, sem er miklu tækilegra.
Hins vegar segir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal að snegða takist fyrir ljótt
ókyrrlæti manna á faraldsfæti og snegðulegur kallist sá maður sem aldrei vilji kyrr
vera og eiri illa annarra manna viðræðum. (Bibl. Arnam. XXIX, bls. 152.) En
ekki verður séð að þessi merking gagni til skilnings á rímunni.
Algengt er að dvergaskipið, sem einnig er kennt við Oðin og jötna, er dregið
á flot eða því er rennt af mærðarsandi úr þey tröllkonunnar út á dvergahaf; t. d.
í Egils rímum Jóns í Rauðseyjum, 17.1: “Gínars fley úr Gríðar þey eg gjöri að
leiða / út á Litars æginn breiða . ..” (Islenzk tunga V, bls. 16.) I Grænlendinga
rímum stendur í snegðu byl, og er það sambærilegt við aðra vísu í Egils rímum
Jóns, 34.1; “Geysi fús í Glettu byl / Gauts hin veika ferja / fyrst á Vestra flæðar
hyl / hún flasar á millum skerja.” (íslenzk tunga V, bls. 20.)
Dvals drafnar hylur getur verið skáldskapurinn: drafnar hylur er sjór, Dvals
breytt úr Dvalins, eignarfall af dvergsheitinu Dvalinn. Orðmyndin er m. a. í Egils
rímum Jóns í Rauðseyjum, Dvals gfald (Islenzk tunga V, bls. 16) og Dvals mar
(Islenzk tunga V, bls. 19). Til að halda heiili mynd þyrfti þó að mega líta hér á
Dvals drafnar hyl sem hafdjúpið sem kvæðasnekkjan siglir með drukkinn Oma,
skáldskaparmjöðinn; en ekki skal því haldið til streitu að þannig hafi endilega
verið skilið.
Orðaþáttur Fjölnis er kenning um skáldskap i fornum rímum og líka rœða Týs
og mál Þjassa (BKÞRímur, bls. 200), en einnig þáttur Durnis (“Hér skal dreifa
Durnis þátt.” Konráðs rímur VII. 1). Hliðstæð kenning er þáttur Miðjungs. Menja
Gerður er að sjálfsögðu kvenkenning, Bölvers (þ. e. Bölverks eða Óðins) bjór er
skáldskapardrykkurinn eða sjálf ríman. Skáldið hverfur frá inngangi eða man-
söng, sem reyndar er lítill, a. m. k. eins og ríman hefur geymst, og snýr sér að
söguefninu.
Kenningar í rímunni eru einfaldar og flestar auðskildar. Efnið er sjóferð, og
eins og að líkum lætur er drjúgur hluti kenninganna um sjó og skip:
Sjór: vatna heimar (6.2), þorska láð (11.3), brimla hallir (13.2), þorska hœðir
(14.4), kembings mýri (16.2), fiska fles (18.3), mjaldurs mýri (19.3), Ránar reitur
(25.3), brimla beður (26.3), hefrings brautir (28.1; sjá BKÞRímur, bls. 107), ufsa
höll (33.3). Tvívegis er sjórinn kallaður löður (6.4, 8.2), og einnig er talað um
hvitalöður (28.1) á sjónum. Sbr. einnig það sem segir um glýju hér á eftir.
Skip: lœgis hestur (8.1), Mœfils jór (13.3), Hlés dýr (19.1-2. Hlésins gamla er
þannig í hndr., en e. t. v. á fremur að lesa í þremur orðum: Hlés ins gamla), sjóar
ormur (21.4), þilju dýr (29.1), húna göltur (30.4), sjávar hundur (31.2), kólgu vagn
37.2) , geims glaður (48.3). Heiti: skeið (6.3, 22.1), flaustur (36.2, 43.4).
Seglin eru kölluð voðir (16.3), en aldan heitir bylgja (10.3, 26.4), alda (17.4,
27.3) , úður (22.4, 29.2).
Skáldið fær rímunni sögulegt svipmót og lýsir Marteini öðrum þræði sem
fornkappa. Elísabet (1533-1603) er meykóngur í Englandi, og skipin sem hún
GriplalV 17