Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 227
222
GRIPLA
scriptio Islandiae, sem hefur áhuga m. a. á kristnun Grænlendinga,
getur þess að sjómenn í konungsþjónustu hafi leitað Grænlands á
undanförnum árum, en farið erindisleysu og komið fávísari heim en
þeir fóru.20 Þetta gæti átt við veturinn 1588-89, sem Jakob Benedikts-
son telur sennilegan ritunartíma þessarar íslandslýsingar, og hefði
mönnum þá einnig verið lítt kunnar ferðir John Davis, áður en ferða-
lýsingarnar komu á prent 1589.
Ferðir John Davis hafa ugglaust vakið athygli ráðamanna í Dan-
mörku, og hefði mátt vænta nýrra leiðangra þaðan. Þó varð enn um
hríð lítið úr framkvæmdum, og sat við ráðagerðimar einar. Það er ekki
fyrr en á árunum 1605-7 að konungur Kristján jjórði (1588-1648)
sendir af stað þrjá leiðangra einn á fætur öðrum til Grænlands, og voru
Grænlandsmálin í brennidepli þessi ár í Danmörku.21
Forysta Englendinga og reynsla í siglingum um Norðurhöf kom fram
í vali leiðangursmanna. Tveir af þremur skipstjómarmönnum 1605
vom enskir og var annar leiðangursstjóri, einu skipanna stjórnaði
danskur maður. Siglingastjóri var einnig enskur, James Hall að nafni,
og skrifaði hann rækilega ferðalýsingu. í ferðinni kom upp alvarleg
deila með skipstjórnarmönnum, sem varð til þess að skipin skildu á
leiðinni. Til skýringar hefur það verið fært fram að Dönum hafi að
líkindum verið mest í mun að leita Grænlands og gömlu norrænu
byggðanna, en Englendingar haft meiri áhuga á nýjum siglingaleiðum
og óþekktum löndum.
Árangur varð þrátt fyrir þetta sýnilegur. Leiðangursmenn lentu í
þetta sinn skipum á Grænlandi, komust að hagstæðum kaupum við
landsmenn og höfðu með sér heim nokkra Grænlendinga, sem þeir
tóku nauðuga. Einnig töldu leiðangursmenn sig hafa fundið silfurnámu
á Grænlandi. Allt vakti þetta athygli í Danmörku, og þóttu grænlensku
íbúarnir ekki síst athyglisverðir.
Næsta sumar var sendur annar leiðangur í kjölfarið, og var þá sótt
grjót í ‘silfurnámuna’ að konungsboði, en það reyndist verðlaust þegar
20 Útg. Fritz Burgs, Veröffentlichungen aus der Hamburger Staats- und Uni-
versitats-Bibliothek I, 1928, bls. 31. Islensk þýðing í Oddur Einarsson, íslands-
lýsing, 1971, bls. 77.
21 Kaj Birket-Smith, Jens Munk’s Rejse og andre danske Ishavsfarter under
Cliristian IV, 1929. Um Grænlandsferðirnar 1605 og 1606, sjá bls. 61-102. —
Leiðangursins 1605 er getið í Skarðsárannál, Annálar 1400-1800 I, bls. 193, en
höf. fer þar einvörðungu eftir riti Corts Aslakssonar, sem fyrr var getið.